Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   lau 10. september 2022 15:29
Aksentije Milisic
Þýskaland: Bayern missteig sig - Leipzig fór illa með Dortmund
Musiala skoraði en það dugði ekki til.
Musiala skoraði en það dugði ekki til.
Mynd: EPA

Það var líf og fjör í þýska boltanum í dag en fimm leikir voru spilaðir í sjöttu umferð deildarinnar.


Bayern Munchen missteig sig gegn Stuttgart á heimavelli í dag. Mathys Tel kom Bayern yfir en hann varð um leið yngsti markaskorarinn í sögu Bayern í deildarkeppni. 

Gestirnir frá Stuttgart jöfnuðu en Jamal Musiala kom heimamönnum yfir á 60. mínútu með mjög smekklegu marki.

Stuttgart fékk hins vegar vítaspyrnu í uppbótartímanum og var það Sehrou Guirassy sem var með stáltaugarnar en hann skoraði og tryggði Stuttgart frábært stig.

Þá mættust RB Leipzig og Dortmund en fyrir leikinn var Dortmund í öðru sætinu. Þeir gulklæddu fengu skell í dag en Leipzig vann leikinn með þremur mörkum gegn engu.

Ungverjinn Dominik Szoboszlai skoraði eitt marka Leipzig en það var einstaklega glæsilegt. Hann þrumaði þá knettinum í netið með frábæru skoti fyrir utan teig.

Hoffenheim vann þá 4-1 sigur á tíu leikmönnum Mainz, Hertha og Bayer Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli og Wolfsburg vann Frankfurt á útivelli.

Í kvöld mætast Schalke og Bochum en á morgun getur Freiburg farið aftur í efsta sætið en liðið mætir þá Mönchengladbach.

Úrslitin, markaskorara og stöðuna í deildinni má sjá hér fyrir neðan.

Bayern 2 - 2 Stuttgart
1-0 Mathys Tel ('36 )
1-1 Chris Fuhrich ('57 )
2-1 Jamal Musiala ('60 )
2-2 Sehrou Guirassy ('90)

RB Leipzig 3 - 0 Borussia D.
1-0 Willi Orban ('6 )
2-0 Dominik Szoboszlai ('45 )
3-0 Amadou Haidara ('84 )

Hoffenheim 4 - 1 Mainz
0-0 Andrej Kramaric ('44 , Misnotað víti)
1-0 Andrej Kramaric ('53 )
2-0 Grischa Promel ('69 )
3-0 Munas Dabbur ('80 )
3-1 Dominik Kohr ('83 )
4-1 Pavel Kadeřábek ('90)
Rautt spjald: Alexander Hack, Mainz ('41)

Eintracht Frankfurt 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Maxence Lacroix ('60 )

Hertha 2 - 2 Bayer
0-1 Kerem Demirbay ('49 )
1-1 Suat Serdar ('55 )
2-1 Marco Richter ('74 )
2-2 Patrik Schick ('79 )


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner