Írland spilar annan leik sinn undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í kvöld þegar liðið mætir Grikklandi í Þjóðadeildinni.
Liðið spilaði sinn fyrsta leik um helgina þar sem Declan Rice, sem lék 3 A-landsleiki fyrir hönd Írlands áður en hann skipti yfir í enska liðið, og Jack Grealish, sem lék með unglingaliðum Írlands, skorðuðu mörkin.
Grikkland lagði Finnland örugglega 3-0 í fyrstu umferð en Finnar heimsækja Englendinga í kvöld.
Stórleikur dagsins er leikur Hollands og Þýskalands en bæði lið völtuðu yfir andstæðinga sína, Bosníu og Ungverjaland í fyrstu umferð en þau lið mætast einnig í kvöld.
Þjóðadeildin A
18:45 Ungverjaland - Bosnía
18:45 Holland - Þýskaland
Þjóðadeildin B
18:45 Albanía - Georgía
18:45 Tékkland - Úkraína
18:45 England - Finnland
18:45 Írland - Grikkland
Þjóðadeildin C
16:00 Lettland - Færeyjar
18:45 Norður Makedónía - Armenia
Þjóðadeildin D
18:45 Andorra - Malta