Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 10. október 2013 09:00
Atli Jóhannsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Evrópa í þriðju tilraun
Atli Jóhannsson
Atli Jóhannsson
Hinn norskmenntaði Jurgen Klopp.
Hinn norskmenntaði Jurgen Klopp.
Mynd: Stjarnan
Garðar Jó tók þátt í mottumars.
Garðar Jó tók þátt í mottumars.
Mynd: Stjarnan
Gunnar Örn Jónsson.
Gunnar Örn Jónsson.
Mynd: Stjarnan
Blæjubílagengið var á þessum bíl.
Blæjubílagengið var á þessum bíl.
Mynd: Stjarnan
Angels From Above.
Angels From Above.
Mynd: Stjarnan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Stjörnunni en Atli Jóhannsson gerði upp sumarið á þeim bænum.



Eftir að hafa séð á eftir Evrópudraumnum til Blika í annað sinn á jafnmörgum árum þá tóku menn til starfa sl. nóvember staðráðnir í að gera betur. Búið var að skipta um nokkra hausa í brúnni þar sem brandaramaðurinn Logi Ólafsson og hinn norskmenntaði Jurgen Klopf (a.k.a. Rúnar Páll Sigmundsson) tóku við af fagmönnunum Bjarna Jó sem fór norður og Kidda Lár sem fór niður ;) Þessum tveimur herramönnum ber að þakka fyrir frábært starf í gegnum árin og sérstaklega fyrir að hafa lyft klúbbnum í heild sinni á hærra plan og er því hér með komið til skila. Gulldrengurinn Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari tók einnig til starfa og óhætt að segja að hann hafi komið með enn meiri fagmennsku og vinnubrögð inn í klúbbinn enda ekki við öðru að búast af landsliðssjúkraþjálfaranum - sem er með fleiri alvöru „celebrities“ í símanum en Siggi Dúlla.

Vetrarmánuðirnir einkenndust af gríðarlegum metnaði í lyftingasalnum þar sem Stjörnuþjálfarinn Mark Kislich (http://www.markkislich.com/) fór fremstur í flokki og óhætt að segja að það hafi verið mikil styrking fyrir liðið. Flestir leikmenn stækkuðu (ekki Sindri Már samt) en Bjarki Páll Eysteinsson og Tryggvi Bjarnason gerðu það hraðar en flestir aðrir í liðinu og stóðu fyrir upphífingakeppni sín á milli og svei mér þá ef Veigar Páll Gunnarsson hafi ekki verið orðinn vel hífaður á þessum tíma líka. Halldór Orri Björnsson varð „skornari“ en Frank Ribery og hundaræktandinn Arnar Darri Pétursson og hinn íslenski BANE (Gunnar Örn Jónsson) fengu ítalskan módelsamning eftir pósukeppni í lyftingaherberginu en eftir að Gunni rakaði af sér allt hárið rétt fyrir undirskrift þá féll það dæmi um sjálft sig.

En hið hefðbundna íslenska undirbúningstímabil leið hægt og því skulum við skella okkur yfir nokkra mánuði sem einkenndust af grilljón æfingaleikjum, ennþá fleiri endurtekningum í lyftingasalnum, Diablo-maraþoni hjá tveimur elstu mönnum liðsins og auglýsingatímabili hjá Gullskónum í mottumars. Upphaf allra knattspyrnusumra hefst fyrir alvöru í æfingaferðum liðanna til heitari landa og í apríl héldum við til Spánar með tilheyrandi sundskýlum og sólarolíum. Blæjubílagengið (Dóri, Hilmar, Ingvar og Hörður) leigði sér forlátan BMW sportbíl (síðasta greiðsla af bílnum er að klárast nú í desember) en það gekk ekki betur en svo að Ingvar þurfti að múta heilli lögreglustöð fyrir að fara yfir á appelsínurauðu ljósi á meðan Ólafur Karl Finsen tók Japanann (#notracist) á þetta og myndaði allt með símanum.

Gaddafi sektarkóngur lét af embætti vegna aukinna fordóma og óvinsælda á síðustu árum og við tók annar einræðisherra Kim Jong Je, sem sló eftirminnilega í gegn sem hinn spriklandi lax fyrir nokkrum árum. Allir leikmenn liðsins tóku eftir miklum umbreytingum á skapi þessa sama manns þegar hann var valinn í landsliðið og Sigurður Dúlla (sem hefur nú umborið mikla Stjörnustæla í gegnum árin) greindi frá því að Kim Jong hafi fengið aðra til að klæða sig í vestið á æfingum ásamt því að sprengja flugelda heima hjá Papa Lax á öllum þriðjudagskvöldum. Hann hafi einnig notað alla dagpeningana hjá landsliðinu til að „upgrade a“ strætókortið sitt í þriggja mánaða kort í stað vikupassa líkt og áður.

Nýliðarnir (Veigar, Ole Kalle, R Sandnes, and Judas Priest) sýndu frábærar kareoke frammistöður á Spáni þó líklega hafi vinstri bakvörðurinn tekið titilinn með norska rappinu sínu. Hápunktur ferðarinnar var þó þegar Garðar Jóhannsson rak við rétt eftir flugtak á leiðinni heim (ath. þetta var þynnkuprump) og þurfti að upplifa hræðilegt augnaráð allra í flugvélinni í rúmlega 4 klukkutíma! Greyið maðurinn sem opnaði hurðina á vélinni í Keflavík!

Þegar heim var komið tók Lengjubikarinn við og náðum við að komast í undanúrslit en létum staðar numið þar til að toppa ekki á röngum tíma. Við tók tímabilið sjálft sem allir biðu eftir og þrátt fyrir tap í fyrstu umferð gegn verðandi meisturum KR í Frostaskjólinu áttum við fínustu byrjun og töpuðum ekki í 15 leikjum í röð. Sumarið sem slíkt einkenndist af dramatískum bikarleikjum og rauðum spjöldum en þrátt fyrir það komu fínir kaflar inn á milli. Halldór Orri Björnsson, Michael Præst, Laxdal bræður, Sandnes, Ingvar, Garðar, Kennie the Cobra og margir fleiri áttu frábært tímabil og hjálpuðu liðinu að taka skref fram á við, enn eitt árið. Því miður tapaðist bikarúrslitaleikurinn en þrátt fyrir það rifu menn sig upp af rassgatinu og kláruðu Evrópusætið með því að vinna nágrannana í Breiðablik í næstsíðustu umferð. Að lokum var tímabilinu slúttað með stórtónleikum Stjörnusveitarinnar Angels From Above ásamt hinu magnaða Stjörnuskaupi sem er með hærra áhorf en áramótaskaupið á síðastliðnum þremur árum.

Mér finnst rétt að óska vinum mínum í KR til hamingju með verðskuldaðan titil en ekki er hægt að fjalla um sumarið án þess að minnast á Silfurskeiðina sem tók stuðningsmannahugtakið upp um þrjú level og sýndu ÓMETANLEGA frammistöðu sem seint verður metin til fjár. Að mínu mati er Skeiðin fyrir löngu orðin mikilvægur hluti af Stjörnuliðinu og fyrir hönd allra leikmanna liðsins og aðstandenda vil ég þakka fyrir frábært sumar og ég er stoltur að fá að taka þátt í því næsta - sem er rétt handan við hornið!

Atli Jóhannsson

Sjá einnig:
Hæ - Breiðablik
Af litlum Nesta verður oft mikið bál - Valur
Óvissuferð - ÍBV
Svarthvíta sumarið - Fylkir
Allt er gott sem endar vel - Þór
Skítugur sokkur - Keflavík
Sjálfsmarkaregn - Fram
Eftirminnilegt sumar á enda - Víkingur Ó.
Falllegt tímabil - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner