Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 09. október 2013 09:00
Arnór Bjarki Hafsteinsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Arnór Bjarki Hafsteinsson
Arnór Bjarki Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Breiðablik en varamarkvörðurinn Arnór Bjarki Hafsteinsson tók að sér pistlaskrif þar.



Þegar maður lítur til baka á sumarið þá hrannast upp sælar minningar og þakklæti fyrir að hafa fengið að vera hluti af frábærum hóp. Ekki náðust öll markmið en þetta var þó einstaklega lærdómsríkt sumar og tel ég að allir hafi vaxið sem leikmenn og einstaklingar. Heiðursmenn gengu til liðs við okkur fyrir tímabilið, Ellert Hreinsson kom í Kópavoginn eftir að persónan hans í Vampire Diaries dó, Guðjón Pétur kom til okkar með sín þúsund skópör og eftir komu Gulla Gull hættu menn að snöfla og lærðu að halda standard. Ýmsir gullmolar áttu sér stað í klefanum, gæsahúða augnablik þegar Rabbi gekk inn við brjáluð fagnaðarlæti og tilraunir með klippistofu sem heppnaðist með misjöfnum árangri. Ekki nóg með að Ellert sé frábær í fótbolta og góð Arnold Schwarzenegger eftirherma, heldur er hann einnig afbragðs klippari. Hið sama má þó ekki segja um aðra í hópnum, t.a.m. er það enn í dag ráðgáta hvort Viggó hafi verið að grínast eða ekki þegar hann skildi við Guðjón með rammskakkann stall aftan á höfðinu. Einnig myndaðist mikil kaffimenning með komu Gulla og var fátt betra heldur en að rökræða um allt milli himins og jarðar fyrir æfingar með kaffi í hönd. Margar blóðheitar umræður mynduðust um kvikmyndir, lélegan tónlistarmekk leikmanna (nema markmannanna að sjálfsögðu) og málefnaleg rifrildi um hvort Miley Cyrus sé heit eða ekki.

Það voru gríðarlega margir leikir spilaðir í sumar og var nánast ekkert æft af viti vegna leikjaálags. Margir frábærir leikir voru spilaðir, aðrir ekki eins frábærir en það má vera stoltur af ýmsu. Það var t.d. spilað í nokkur ár án þess að tapa leik og verðandi Íslandsmeistarar lagðir að velli 3-0 á Kópavogsvelli. Eins og flestum er kunnugt var þeim leik upphaflega frestað eftir höfuðhögg sem Elli fékk og eiga KR-ingar hrós skilið hvernig þeir stóðu að því öllu saman. Fjórða sætið á Íslandsmóti reyndist svo niðurstaðan og undanúrslit í bikar.

Evrópuævintýrið skildi eftir sig margar ógleymanlegar minningar. Það hófst með leik hér heima gegn FC Santa Coloma frá Andorra. Eini maðurinn í liðinu sem er í Team Miley Cyrus opnaði markareikninginn okkar í Evrópu þetta árið í 4-0 sigri. Við áttum útileikinn eftir og byrjuðu flughræddir einstaklingar að svitna. Herbergisfélagi minn, Árni Vill var ekki búinn að vera í 5 mínútur í Andorra þegar honum tókst að læsa dótið okkar í öryggisskáp án þess að muna töluna. Starfsfólk var ekkert alltof frambærilegt í ensku en þetta bjargaðist á endanum. Í Andorra var mikið kvartað yfir of mikilli sól og of lítilli rigningu. Í næstu umferð mættum við Sturm Graz frá Austurríki og fylgdu þeir Heisi og Kristján Ingi okkur með hið frábæra útvarp Breiðablik. Eftir tvo leiki gegn Sturm Graz var það ljóst að við færum áfram í þriðju umferð og var það ansi mögnuð stund þegar stuðningsmenn Sturm klöppuðu fyrir Breiðablik. Toppurinn var hins vegar stórkostlegt Schwarzenegger safn á hótelinu, það var magnað. Í þriðju umferð mættum við Aktobe frá Kazakhstan og gerði ég mitt besta til þess að halda mönnum rólegum fyrir komandi flugi. Eftir tap úti var fólk þar einum of sátt, það var dansað út á götum og brunað á eftir rútunni okkar með fána á lofti. Einvígið endaði með tapi í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli eftir að hið ómögulega hafði gerst, Finnur Orri skoraði og gerði Olla forríkan. Til hamingju Olli þú þarft líklegast aldrei að vinna aftur! Mikið Blikastolt kom þó þegar maður leit upp í stúku og sá alla frábæru stuðningsmennina vera mætta að styðja sitt lið. Miklu ævintýri lauk þarna á Laugardalsvelli.

Svona ævintýri hafa enga þýðingu ef það væri ekki svona mikið af topp fólki til að njóta þess með eins og við höfum í Breiðablik. Heisi setti svip sinn á allt sumarið, Nonni og Sigrún voru ómissandi í liðstjórninni, Borghildur á mikið lof skilið fyrir sitt starf sem formaður. Þjálfarateymi og leikmenn hittust nánast á hverjum degi í sumar og var það alltaf jafn frábært þrátt fyrir hæðir og lægðir.

Þetta eru bara örfáir af svo mörgum og held ég að best sé að stoppa bara hér því annars gæti þessi pistill orðið endalaus. Finító!

Sjá einnig:
Af litlum Nesta verður oft mikið bál - Valur
Óvissuferð - ÍBV
Svarthvíta sumarið - Fylkir
Allt er gott sem endar vel - Þór
Skítugur sokkur - Keflavík
Sjálfsmarkaregn - Fram
Eftirminnilegt sumar á enda - Víkingur Ó.
Falllegt tímabil - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner