Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   fim 10. október 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eiga eftir að greiða tæpan helminginn fyrir Lewandowski
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski miðillinn SPORT greinir frá því að Barcelona skuldar ennþá tæpan helminginn af 50 milljón evru kaupverðinu sem það fékk pólska framherjann Robert Lewandowski á frá þýska stórveldinu FC Bayern.

Barcelona keypti Lewandowski fyrir rúmlega tveimur árum síðan og skrifaði framherjinn markaóði undir fjögurra ára samning með möguleika á fimmta ári þrátt fyrir að vera 34 ára gamall.

Lewandowski kom að 41 marki í 46 leikjum á sínu fyrsta tímabili á Spáni en stóð sig ekki jafn vel í fyrra. Nú hafa hlutirnir þó breyst eftir að Hansi Flick tók við þjálfarataumunum og er 36 ára gamall Lewandowski langmarkahæsti leikmaður spænsku deildarinnar sem stendur, með 10 mörk eftir 9 fyrstu umferðirnar. Lewandowski hefur því einn og sér skorað fleiri mörk á tímabilinu heldur en helmingur liðanna sem leika í La Liga.

Sumarið 2022, þegar Lewandowski var keyptur, kræktu Börsungar í fleiri leikmenn á borð við Raphinha, Jules Koundé, Andreas Christensen, Franck Kessié og Marcos Alonso, en hafa ekki keypt marga leikmenn síðan þá.

Sumarið 2023 var Vitor Roque keyptur og núna í sumar var það spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo.

Börsungar geta ekki leyft sér að kaupa fleiri leikmenn í bili vegna fjárhagsörðugleika.

Barca skuldar enn tvær greiðslur fyrir Lewandowski sem munu renna til sjö mismunandi félagsliða. Heildarupphæðin hljóðar upp á rúmlega 22 milljónir evra þar sem langstærsti hluti peningsins (21 milljón) fer til Bayern.

MKS Varsjá, Delta Varsjá, Legia Varsjá og Lech Poznan fá einnig bita af kökunni ásamt Znicz og Borussia Dortmund.

Lewy er kominn með 12 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner