Selfoss tilkynnti rétt í þesu að spænski miðvörðurinn Jose Manuel Lopez Sanchez verði áfram hjá félaginu. Hann skrifar undir tveggja ára samning á Selfossi. Fyrri samningur hefði runnið út í lok næsta mánaðar.
Jose, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið 2024 og átti gott tímabil. Selfoss vann 2. deildina í sumar og verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Selfoss gerði gott betur og vann einnig Fótbolti.net bikarinn í lok síðasta mánaðar.
Jose kom við sögu í 17 deildarleikjum og skoraði tvö mörk, lék tvo leiki í Mjólkurbikarnum og fjóra af fimm leikjum liðsins í Fótbolti.net bikarnum.
Jose, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið 2024 og átti gott tímabil. Selfoss vann 2. deildina í sumar og verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Selfoss gerði gott betur og vann einnig Fótbolti.net bikarinn í lok síðasta mánaðar.
Jose kom við sögu í 17 deildarleikjum og skoraði tvö mörk, lék tvo leiki í Mjólkurbikarnum og fjóra af fimm leikjum liðsins í Fótbolti.net bikarnum.
„Ég er spenntur fyrir komandi tímum á Selfossi. Við erum á leiðinni í erfitt en á sama tíma mjög spennandi verkefni í Lengjudeildinni. Við áttum frábært sumar og ég vona að við getum gert góða hluti saman aftur næsta sumar. Takk fyrir allan stuðninginn í sumar á vellinum og takk fyrir stuðninginn sem mér hefur verið sýndur síðan ég kom hingað,” segir Jose.
Athugasemdir