
Sævar Atli Magnússon verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net í byrjunarliði Íslands í kvöld.
Ísland tekur á móti Úkraínu í 3. umferð riðilsins í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er uppselt á leikinn.
Ísland tekur á móti Úkraínu í 3. umferð riðilsins í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er uppselt á leikinn.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 3 Úkraína
Byrjunarliðið í heild sinni verður gert opinbert eftir 40 mínútur.
Sævar Atli hefur verið funheitur með liði sínu Brann í norsku deildinni og raðað inn mörkum fyrir liðið, bæði í deildinni og í Evrópudeildinni.
Hann er 25 ára sóknarmaður sem spilar í kvöld sinn áttunda landsleik og einungis sinn annan keppnisleik sem byrjunarliðsmaður.
Athugasemdir