Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 07. október 2025 15:20
Kári Snorrason
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Eimskip
Sævar á æfingu fyrr í dag.
Sævar á æfingu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sævar Atli Magnússon hefur farið frábærlega af stað með Brann á tímabilinu. Hann gekk til liðs við félagið í lok maí og hefur síðan þá skorað tíu mörk í sextán leikjum, þar af fimm í Evrópukeppnum. 

Sævar er í landsliðshópnum sem mætir bæði Úkraínu og Frakklandi en Fótbolti.net ræddi við Sævar Atla fyrr í dag á hóteli landsliðsins um landsliðsverkefnið og frábæru byrjun hans í Bergen í Noregi.


„Byrjunin er búin að vera geggjuð, ég skoraði í fyrsta leik og síðan er þetta búið að halda áfram. Ég er búinn að vinna mig í liðið sem er mjög mikilvægt, það er mjög mikil samkeppni í öllum stöðum í Brann, mjög margir góðir leikir. Og það er mikið af leikjum hjá okkur, spilum í Evrópu, kepptum um að komast áfram í Evrópu og síðan leikir um efstu sætin í deildinni. Þetta er bara geðveikt, búið að ganga vel og vonandi heldur það áfram.“ 

Frammistaða Sævars hefur hlotið mikið lof og eru fjölmiðlar í Bergen ánægðir með leikmanninn.

„Fjölmiðlarnir í Bergen geta flakkað frá himnaríki til helvítis. Þeir geta hrósað manni mikið og gagnrýnt mann mikið. Núna er ég búinn að fá gælunafnið Evrópu-Sævar, það er mjög fínt. Mjög gaman að skora í Evrópu og vonandi heldur það áfram. Gaman að vinna, við erum búnir að fá þrjú stig vonandi og setja pressu á okkur að komast áfram.“ 

Sævar leikur ásamt Eggerti Aroni Guðmundssyni í Brann og eru þeir þar undir stjórn Freys Alexanderssonar en hann stýrði Sævari jafnframt í Lyngby. 

„Það er gaman, Eggert er toppmaður og við erum búnir að ná vel saman. Alltaf gott að hafa Íslending með sér. Síðan þekki ég Freysa og aðstoðarþjálfarann, geðveikt að vinna með þeim. Þekki þá vel og vann með þeim hjá Lyngby. Sumir segja að ég spili best undir honum (Frey),  það gæti alveg passað.

Viðtalið við Sævar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner