Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   þri 07. október 2025 15:20
Kári Snorrason
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Eimskip
Sævar á æfingu fyrr í dag.
Sævar á æfingu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sævar Atli Magnússon hefur farið frábærlega af stað með Brann á tímabilinu. Hann gekk til liðs við félagið í lok maí og hefur síðan þá skorað tíu mörk í sextán leikjum, þar af fimm í Evrópukeppnum. 

Sævar er í landsliðshópnum sem mætir bæði Úkraínu og Frakklandi en Fótbolti.net ræddi við Sævar Atla fyrr í dag á hóteli landsliðsins um landsliðsverkefnið og frábæru byrjun hans í Bergen í Noregi.


„Byrjunin er búin að vera geggjuð, ég skoraði í fyrsta leik og síðan er þetta búið að halda áfram. Ég er búinn að vinna mig í liðið sem er mjög mikilvægt, það er mjög mikil samkeppni í öllum stöðum í Brann, mjög margir góðir leikir. Og það er mikið af leikjum hjá okkur, spilum í Evrópu, kepptum um að komast áfram í Evrópu og síðan leikir um efstu sætin í deildinni. Þetta er bara geðveikt, búið að ganga vel og vonandi heldur það áfram.“ 

Frammistaða Sævars hefur hlotið mikið lof og eru fjölmiðlar í Bergen ánægðir með leikmanninn.

„Fjölmiðlarnir í Bergen geta flakkað frá himnaríki til helvítis. Þeir geta hrósað manni mikið og gagnrýnt mann mikið. Núna er ég búinn að fá gælunafnið Evrópu-Sævar, það er mjög fínt. Mjög gaman að skora í Evrópu og vonandi heldur það áfram. Gaman að vinna, við erum búnir að fá þrjú stig vonandi og setja pressu á okkur að komast áfram.“ 

Sævar leikur ásamt Eggerti Aroni Guðmundssyni í Brann og eru þeir þar undir stjórn Freys Alexanderssonar en hann stýrði Sævari jafnframt í Lyngby. 

„Það er gaman, Eggert er toppmaður og við erum búnir að ná vel saman. Alltaf gott að hafa Íslending með sér. Síðan þekki ég Freysa og aðstoðarþjálfarann, geðveikt að vinna með þeim. Þekki þá vel og vann með þeim hjá Lyngby. Sumir segja að ég spili best undir honum (Frey),  það gæti alveg passað.

Viðtalið við Sævar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner