Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   þri 07. október 2025 15:20
Kári Snorrason
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Eimskip
Sævar á æfingu fyrr í dag.
Sævar á æfingu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sævar Atli Magnússon hefur farið frábærlega af stað með Brann á tímabilinu. Hann gekk til liðs við félagið í lok maí og hefur síðan þá skorað tíu mörk í sextán leikjum, þar af fimm í Evrópukeppnum. 

Sævar er í landsliðshópnum sem mætir bæði Úkraínu og Frakklandi en Fótbolti.net ræddi við Sævar Atla fyrr í dag á hóteli landsliðsins um landsliðsverkefnið og frábæru byrjun hans í Bergen í Noregi.


„Byrjunin er búin að vera geggjuð, ég skoraði í fyrsta leik og síðan er þetta búið að halda áfram. Ég er búinn að vinna mig í liðið sem er mjög mikilvægt, það er mjög mikil samkeppni í öllum stöðum í Brann, mjög margir góðir leikir. Og það er mikið af leikjum hjá okkur, spilum í Evrópu, kepptum um að komast áfram í Evrópu og síðan leikir um efstu sætin í deildinni. Þetta er bara geðveikt, búið að ganga vel og vonandi heldur það áfram.“ 

Frammistaða Sævars hefur hlotið mikið lof og eru fjölmiðlar í Bergen ánægðir með leikmanninn.

„Fjölmiðlarnir í Bergen geta flakkað frá himnaríki til helvítis. Þeir geta hrósað manni mikið og gagnrýnt mann mikið. Núna er ég búinn að fá gælunafnið Evrópu-Sævar, það er mjög fínt. Mjög gaman að skora í Evrópu og vonandi heldur það áfram. Gaman að vinna, við erum búnir að fá þrjú stig vonandi og setja pressu á okkur að komast áfram.“ 

Sævar leikur ásamt Eggerti Aroni Guðmundssyni í Brann og eru þeir þar undir stjórn Freys Alexanderssonar en hann stýrði Sævari jafnframt í Lyngby. 

„Það er gaman, Eggert er toppmaður og við erum búnir að ná vel saman. Alltaf gott að hafa Íslending með sér. Síðan þekki ég Freysa og aðstoðarþjálfarann, geðveikt að vinna með þeim. Þekki þá vel og vann með þeim hjá Lyngby. Sumir segja að ég spili best undir honum (Frey),  það gæti alveg passað.

Viðtalið við Sævar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner