Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   sun 10. nóvember 2024 17:02
Elvar Geir Magnússon
Baulað á stjórann og hann var rekinn strax eftir leik
Juric hefur verið rekinn.
Juric hefur verið rekinn.
Mynd: EPA
Ivan Juric hefur verið rekinn frá Roma en hann stýrði liðinu aðeins í tvo mánuði. Tilkynnt var um brottreksturinn strax eftir 3-2 tap gegn Bologna í dag.

Króatinn Juric tók við eftir umdeildan brottrekstur Daniele De Rossi en illa hefur gengið hjá liðinu og stuðningsmenn Roma bauluðu á hann fyrir leikinn gegn Bologna. Margir vilja meina að það hafi verið stór mistök að reka De Rossi.

Þá mætti Juric ekki í viðtal við sjónvarpsrétthafan fyrir leikinn og talið er að búið hafi verið ákveðið að láta hann fara áður en leikurinn hófst. Hann neitaði svo að ræða við blaðamenn eftir leikinn.

Í tilkynningu frá Roma segir að leit að nýjum stjóra sé farin af stað en Roberto Mancini hefur verið orðaður við starfið. Næsti stjóri verður sá fjórði til að stýra liðinu á árinu 2024 en Jose Mourinho var rekinn í janúar.

Undir stjórn Juric vann Roma fjóra leiki, þrír enduðu með jafntefli og fimm töpuðust. Roma er í tólfta sæti ítölsku A-deildarinnar.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner