Ivan Juric hefur verið rekinn frá Roma en hann stýrði liðinu aðeins í tvo mánuði. Tilkynnt var um brottreksturinn strax eftir 3-2 tap gegn Bologna í dag.
Króatinn Juric tók við eftir umdeildan brottrekstur Daniele De Rossi en illa hefur gengið hjá liðinu og stuðningsmenn Roma bauluðu á hann fyrir leikinn gegn Bologna. Margir vilja meina að það hafi verið stór mistök að reka De Rossi.
Þá mætti Juric ekki í viðtal við sjónvarpsrétthafan fyrir leikinn og talið er að búið hafi verið ákveðið að láta hann fara áður en leikurinn hófst. Hann neitaði svo að ræða við blaðamenn eftir leikinn.
Króatinn Juric tók við eftir umdeildan brottrekstur Daniele De Rossi en illa hefur gengið hjá liðinu og stuðningsmenn Roma bauluðu á hann fyrir leikinn gegn Bologna. Margir vilja meina að það hafi verið stór mistök að reka De Rossi.
Þá mætti Juric ekki í viðtal við sjónvarpsrétthafan fyrir leikinn og talið er að búið hafi verið ákveðið að láta hann fara áður en leikurinn hófst. Hann neitaði svo að ræða við blaðamenn eftir leikinn.
Í tilkynningu frá Roma segir að leit að nýjum stjóra sé farin af stað en Roberto Mancini hefur verið orðaður við starfið. Næsti stjóri verður sá fjórði til að stýra liðinu á árinu 2024 en Jose Mourinho var rekinn í janúar.
Undir stjórn Juric vann Roma fjóra leiki, þrír enduðu með jafntefli og fimm töpuðust. Roma er í tólfta sæti ítölsku A-deildarinnar.
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Napoli | 12 | 8 | 2 | 2 | 19 | 9 | +10 | 26 |
2 | Atalanta | 12 | 8 | 1 | 3 | 31 | 15 | +16 | 25 |
3 | Fiorentina | 12 | 7 | 4 | 1 | 25 | 10 | +15 | 25 |
4 | Inter | 12 | 7 | 4 | 1 | 26 | 14 | +12 | 25 |
5 | Lazio | 12 | 8 | 1 | 3 | 25 | 14 | +11 | 25 |
6 | Juventus | 12 | 6 | 6 | 0 | 21 | 7 | +14 | 24 |
7 | Milan | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 | 14 | +6 | 18 |
8 | Bologna | 11 | 4 | 6 | 1 | 15 | 13 | +2 | 18 |
9 | Udinese | 12 | 5 | 1 | 6 | 15 | 18 | -3 | 16 |
10 | Empoli | 12 | 3 | 6 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
11 | Torino | 12 | 4 | 2 | 6 | 15 | 18 | -3 | 14 |
12 | Roma | 12 | 3 | 4 | 5 | 14 | 17 | -3 | 13 |
13 | Parma | 12 | 2 | 6 | 4 | 16 | 18 | -2 | 12 |
14 | Verona | 12 | 4 | 0 | 8 | 17 | 27 | -10 | 12 |
15 | Como | 12 | 2 | 4 | 6 | 13 | 23 | -10 | 10 |
16 | Cagliari | 12 | 2 | 4 | 6 | 12 | 22 | -10 | 10 |
17 | Genoa | 12 | 2 | 4 | 6 | 9 | 22 | -13 | 10 |
18 | Lecce | 12 | 2 | 3 | 7 | 5 | 21 | -16 | 9 |
19 | Monza | 12 | 1 | 5 | 6 | 10 | 15 | -5 | 8 |
20 | Venezia | 12 | 2 | 2 | 8 | 11 | 21 | -10 | 8 |
Athugasemdir