
Morocco 1 - 0 Portugal
1-0 Youssef En-Nesyri ('42 )
Rautt spjald: Walid Cheddira, Morocco ('90)
Enn ein óvæntu úrslitin litu dagsins ljós á HM rétt í þessu þegar Marokkó lagði Portúgal af velli.
Margir eru svekktir með þessa niðurstöðu þar sem menn biðu spenntir eftir að sjá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi berjast til úrslita.
Portúgal var mun meira með boltann í fyrri hállfeik en Marokkó var að skapa sér mun betri færi en það skilaði sér ekki fyrr en á 42. mínútu.
Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem Youssef En-Nesyri stökk hæst í teignum og skallaði fyrirgjöf í netið.
Ronaldo byrjaði á bekknum en hann kom inn á eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Hann komst í frábæra stöðu í uppbótartíma en Bono í marki Marokkó sá við honum en Bono átti magnaðan dag í markinu.
Marokkó lék manni færri síðustu fimm mínúturnar eftir að Walid Cheddira fékk að líta sitt annað gula spjald.
Það kom ekki að sök og Marokkó komið í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Englandi eða Frakkland.