Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nú fékk England víti - Kane jafnaði met Rooney
Englendingar eru búnir að jafna metin gegn Frakklandi í stórleiknum sem núna er í gangi á heimsmeistaramótinu í Katar.

England vildi fá víti um miðbik fyrri hálfleiks en fengu það ekki.

Í byrjun seinni hálfleiks fengu þeir hins vegar vítaspyrnuna þegar Bukayo Saka féll innan teigs. Aurelien Tchouameni, sem kom Frakklandi yfir, var brotlegur - klaufalegt hjá honum.

Harry Kane fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi fram hjá liðsfélaga sínum í Tottenham, Hugo Lloris.

Kane er núna búinn að jafna markamet Wayne Rooney með enska landsliðinu. Þeir eru báðir búnir að skora 52 mörk fyrir England.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner