
Englendingar eru búnir að jafna metin gegn Frakklandi í stórleiknum sem núna er í gangi á heimsmeistaramótinu í Katar.
England vildi fá víti um miðbik fyrri hálfleiks en fengu það ekki.
Í byrjun seinni hálfleiks fengu þeir hins vegar vítaspyrnuna þegar Bukayo Saka féll innan teigs. Aurelien Tchouameni, sem kom Frakklandi yfir, var brotlegur - klaufalegt hjá honum.
Harry Kane fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi fram hjá liðsfélaga sínum í Tottenham, Hugo Lloris.
Kane er núna búinn að jafna markamet Wayne Rooney með enska landsliðinu. Þeir eru báðir búnir að skora 52 mörk fyrir England.
Harry Kane jafnar metin af vítaspyrnupunktinum fyrir Englendinga. Markaskorarinn Tchouameni braut á Bukayo Saka. Liðsfélagi hans hjá Tottenham, Hugo Lloris, fór í vitlaus horn. pic.twitter.com/2RnQMemAe6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
Brot Tchouameni á Saka pic.twitter.com/2xZMCIL981
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
Harry Kane equals Wayne Rooney as all time top scorer for England. 53 goals, and what a moment to do that. ?????????????????????????????? #Qatar2022 pic.twitter.com/mYEwv9YHOm
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 10, 2022
Athugasemdir