Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 10. desember 2022 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Englendingar vildu fá víti - Hafa þeir eitthvað til síns máls?
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Brasilíski dómarinn Wilton Pereira Sampaio er ekki sá vinsælasti hjá ensku þjóðinni þessa stundina.

Hann er að dæma leik Englands og Frakklands í átta-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu. Frakkland er með forystuna þegar gengið er til búningsklefa.

Englendingar vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik er Harry Kane, fyrirliði liðsins, féll til jarðar.

Ekkert var flautað en atvikið var skoðað aftur. Eftir skoðun þá var ákveðið að halda leik áfram.

Enska þjóðin er ekki sátt en líklega var ekki dæmt þar sem Kane virðist vera rétt fyrir utan teig. Það er þó erfitt að sjá það alveg nákvæmlega hvort hann sé fyrir innan eða utan teig.

Átti England að fá víti? Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner