
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var auðvitað svekktur eftir að hans menn féllu úr leik á HM í Katar í kvöld.
Englendingar spiluðu ágætlega en þurftu að sætta sig við tap gegn Frakklandi.
Englendingar spiluðu ágætlega en þurftu að sætta sig við tap gegn Frakklandi.
Harry Kane, fyrirliði Englands, klikkaði á vítapunktinum seint í leiknum þar sem hann hefði getað jafnað metin. Southgate kom fyrirliðanum til varnar.
„Við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Harry hefur verið ótrúlegur fyrir okkur; við værum ekki hérna án hans," sagði Southgate og bætti við:
„Við ætluðum okkur að vinna mótið og við trúðum á okkur sjálfa. Við sýndum hér í kvöld að við hefðum getað unnið þetta mót."
Southgate bætti við að hann myndi taka sér tíma í að íhuga framtíð sína en hann var að ljúka sínu þriðja stórmóti í landsliðsþjálfarastarfinu.
Athugasemdir