Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 11. janúar 2020 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fótbolta.net mótið: Þrjú rauð í stórsigri Breiðabliks í Kópavogsslagnum
Brynjólfur Darri með skottilraun í leik liðanna síðasta sumar.
Brynjólfur Darri með skottilraun í leik liðanna síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 6 Breiðablik
0-1 Ólafur Guðmundsson
0-2 Gísli Eyjólfsson
0-3 Brynjólfur Darri Willumsson
1-3 Birnir Snær Ingason
1-4 Stefán Ingi Sigurðsson
1-5 Brynjólfur Darri Willumsson
1-6 Þorleifur Úlfarsson
Rauð Spjöld: Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('49, HK), Viktor Örn Margeirsson ('75, Breiðablik), Brynjar Björn Gunnarsson (Þjálfari HK)

Breiðablik og HK mættust í dag í Kópavogsslag í Fótbolta.net mótinu, leikið var í Kórnum. Leikurinn er kallaður Bjarkaleikurinn til minningar um Bjarka Má Sigvaldsson.

Breiðablik leiddi með þremur mörkum gegn engu eftir fyrri hálfleikinn. Brynjólfur Darri, Gísli Eyjólfsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu mörk Blika.

Snemma í seinni hálfleik fékk Ásgeir Börkur beint rautt spjald fyrir brot á Brynjólfi. Birnir Snær Ingason minnkaði muninn fyrir HK skömmu seinna en Stefán Ingi bætti við forskot Blika að nýju.

Eftir mark Stefáns fékk Viktör Örn rautt spjald hjá Blikum og þá fékk Brynjar Björn Gunnarsson einnig rautt spjald. Skömmu fyrri leikslok bættu Blikar við tveimur mörkum og sigruðu því 1-6.

Mikill hiti í Kórnum en niðurstaðan sú að Breiðablik byrjar á sigri eftir leik við nágrannana. Upplýsingar um markaskorar fengust hjá @blikar_is á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner