Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 11. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin í dag - Stjörnur mætast í úrslitaleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Afríkukeppninnar fer fram í kvöld þegar heimamenn í Fílabeinsströndinni spila við Nígeríu.

Fílabeinsströndin hefur verið langt frá því að eiga sannfærandi mót á heimavelli en er þó komin alla leið í úrslitin.

Nígería hefur aftur á móti gert gott mót og er enn taplaust. Liðin mættust einnig í riðlakeppninni og hafði Nígería betur þar, með einu marki gegn engu.

Simon Adingra, Max Gradel og Sebastien Haller leiddu sóknarlínu Fílabeinsstrandarinnar í undanúrslitunum, með Seko Fofana, Franck Kessié og Jean-Michel Seri á miðjunni.

Wilfried Singo, Willy Boly, Evan Ndicka og Ghislain Konan mynduðu varnarlínuna, með menn á borð við Ibrahima Sangare, Jeremie Boga, Jonathan Bamba og Nicolas Pepe á bekknum.

Til samanburðar mátti finna Victor Osimhen, Ademola Lookman og Simon Moses í sóknarlínu Nígeríu í undanúrslitunum, með Ola Aina, Alex Iwobi, Frank Onyeka og Bright Osayi-Samuel á miðjunni.

Calvin Bassey, William Troost-Ekong og Semi Ajayi mynduðu varnarlínuna, með Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Joe Aribo meðal varamanna.

Leikur kvöldsins:
20:00 Fílabeinsströndin - Nígería
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner