Annað kvöld verður seinni leikur Aston Villa og Club Brugge í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Villa er í góðri stöðu eftir 3-1 útisigur í Belgíu.
Miðjumaðurinn Amadou Onana hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri en hann er klár í slaginn. Það sama gildir um Marco Asensio og markvörðinn Emiliano Martínez sem ekki spiluðu í 1-0 sigri gegn Brentford um helgina. Ross Barkley er hinsvegar áfram fjarri góðu gamni.
Miðjumaðurinn Amadou Onana hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri en hann er klár í slaginn. Það sama gildir um Marco Asensio og markvörðinn Emiliano Martínez sem ekki spiluðu í 1-0 sigri gegn Brentford um helgina. Ross Barkley er hinsvegar áfram fjarri góðu gamni.
„Það er alltaf góð stemning á Villa Park en hún verður sérstaklega mikil annað kvöld. Við nálgumst þennan leik eins og það sé 0-0. Við ætlum að vinna leikinn," segir Matty Cash, leikmaður Villa.
„Við erum með mjög gott lið. Þetta er sterkasti hópur sem Villa hefur haft í einhver ár."
Ef Villa klárar verkefnið á morgun þá mætir liðið PSG eða Liverpool í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir