Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 11. apríl 2021 15:02
Ívan Guðjón Baldursson
England: Lingard með tvennu í frábærum sigri gegn Leicester
West Ham 3 - 2 Leicester
1-0 Jesse Lingard ('29)
2-0 Jesse Lingard ('44)
3-0 Jarrod Bowen ('48)
3-1 Kelechi Iheanacho ('70)
3-2 Kelechi Iheanacho ('91)

West Ham United er á fleygiferð undir stjórn David Moyes og er Jesse Lingard í algjöru lykilhlutverki.

Hamrarnir tóku á móti sterku liði Leicester í dag og var Lingard búinn að skora eftir hálftíma leik. Arthur Masuaku og Vladimir Coufal sáu um undirbúninginn en Lingard virtist hitta boltann illa og það hefur platað Kasper Schmeichel sem stóð hreyfingarlaus á marklínunni.

Korteri síðar var Lingard búinn að tvöfalda forystuna með einföldu marki. Jarrod Bowen slapp einn í gegn og gaf boltann á Lingard sem skoraði auðveldlega.

Bowen byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora eftir slakan varnarleik Leicester. Tomas Soucek gaf góða sendingu á Bowen sem skoraði gott mark og staðan orðin 3-0 eftir tæpar 50 mínútur.

Leicester tók aðeins við sér þegar tók að líða á seinni hálfleikinn og minnkaði Kelechi Iheanacho muninn með frábæru skoti af 20 metra færi eftir misheppnaða sendingu úr vörninni frá Masuaku.

Það kom kraftur í leikmenn Leicester eftir þetta mark og skoraði Iheanacho aftur í uppbótartíma eftir vandræðagang í vörn Hamranna, sem tókst ekki að hreinsa burt fyrirgjöf frá Marc Albrighton.

Leicester lagði allt í sóknina síðustu mínútur uppbótartímans en inn vildi boltinn ekki og þrjú mikilvæg stig í hús fyrir Hamrana, sem ætla sér í Meistaradeildina í haust.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner