Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
banner
   sun 11. apríl 2021 15:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sigrar hjá Juve, Napoli og Lazio
Juventus, Napoli og Lazio unnu sína leiki í Meistaradeildarbaráttu ítalska boltans í dag.

Cristiano Ronaldo komst ekki á blað er Juventus lagði Genoa að velli nokkuð þægilega og þá skoruðu Fabian Ruiz og Victor Osimhen mörk Napoli í sigri á útivelli gegn Sampdoria.

Lazio lenti í erfiðleikum gegn Verona og leit sigurmarkið ekki dagsins ljós fyrr en í uppbótartíma, þegar Sergej Milinkovic-Savic kom knettinum í netið.

Juve er í þriðja sæti eftir sigurinn, Napoli í fjórða og Lazio í sjötta.

Padova átti þá leik í ítölsku C-deildinni en Emil Hallfreðsson var ekki í hóp. Padova vann gegn Gubbio og er með þriggja stiga forystu á toppi C-deildarinnar þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Juventus 3 - 1 Genoa
1-0 Dejan Kulusevski ('4 )
2-0 Alvaro Morata ('22 )
2-1 Gianluca Scamacca ('49 )
3-1 Weston McKennie ('70 )

Sampdoria 0 - 2 Napoli
0-1 Fabian Ruiz ('35 )
0-2 Victor Osimhen ('87 )

Verona 0 - 1 Lazio
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 2 2 0 0 3 0 +3 6
2 Napoli 2 2 0 0 3 0 +3 6
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
6 Inter 2 1 0 1 6 2 +4 3
7 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
8 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
10 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
12 Fiorentina 2 0 2 0 1 1 0 2
13 Cagliari 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Parma 2 0 1 1 1 3 -2 1
17 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir