Enska götublaðið The Sun segir að leikmenn Manchester United telji að Erik ten Hag viti að hann verði að öllum líkindum ekki stjóri liðsins á næsta tímabili.
Sagt er að leikmenn hafi tekið eftir breytingu á hegðun og hátterni Ten Hag en pressan á honum er gríðarlega mikil og allt útlit fyrir að liðið verði ekki í Meistaradeildinni næsta vetur.
Sagt er að leikmenn hafi tekið eftir breytingu á hegðun og hátterni Ten Hag en pressan á honum er gríðarlega mikil og allt útlit fyrir að liðið verði ekki í Meistaradeildinni næsta vetur.
Sir Jim Ratcliffe hefur verið að vinna í miklum breytingum bak við tjöldin og gæti látið Ten Hag fara, það er þó talið að ákvörðun hafi ekki verið tekin.
Ratcliffe hefur ekkert viljað tjá sig opinberlega um Ten Hag og ekki lýst yfir neinum stuðningi við hann.
Í slúðurpakkanum var talað um að Graham Potter sé líklegur til að verða næsti stjóri United. Potter hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea. The Sun heldur því fram að Ratcliffe hafi spjallað við Potter.
Athugasemdir