Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fim 11. apríl 2024 07:45
Elvar Geir Magnússon
Arsenal og Chelsea fylgjast grannt með Toney - Fonseca gæti tekið við West Ham
Powerade
Ivan Toney,
Ivan Toney,
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: Getty Images
Sudakov er hæfileikaríkur.
Sudakov er hæfileikaríkur.
Mynd: Getty Images
Toney, Amorim, Fonseca, Osimhen, Mudryk, Summerville, Luiz, Nubel. Slúðurpakkinn er kominn úr prentun og þar kennir ýmissa grasa.

Arsenal og Chelsea fylgjast grannt með enska sóknarmanninum Ivan Toney (28) hjá Brentford en hann gæti kostað allt að 40 milljónir punda í sumar. (Florian Plettenberg)

Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres (25) mun líklega yfirgefa Sporting Lissabon ef stjórinn Rúben Amorim, sem er orðaður við Liverpool, yfirgefur félagið. (A Bola)

Paulo Fonseca stjóri Lille er efstur á óskalista West Ham ef David Moyes yfirgefur félagið í sumar. (The i)

Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton gæti tekið við Manchester United en hann hefur rætt við Sir Jim Ratcliffe. Margir búast við því að Erik ten Hag verði látinn fara í sumar. (Sun)

Chelsea vill fá nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (25) frá Napoli í sumar en mun einbeita sér að því að selja leikmenn til að fá inn pening til kaupa. (Football Transfers)

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, og þjálfarar hans hafa ekki verið hrifnir af framgöngu hins úkraínska Mykhaylo Mudryk (23) á þessu tímabili og bláliðar ætla að leita að nýjum vængmanni í sumar. (Football Insider)

Bayer Leverkusen hefur blandað sér í slaginn við Liverpool og Tottenham í kapphlaupinu um að fá hollenska kantmanninn Crysencio Summerville (22) frá Leeds United. (Bild)

Manchester United hefur augastað á Rafael Leao (24), framherja AC Milan og Portúgal, en hann er metinn á 145 milljónir evra (124 milljónir punda) af ítalska félaginu. (Fichajes)

Aston Villa er vongott um að brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz (25) muni skrifa undir nýjan langtímasamning. (Talksport)

Shakhtar Donetsk er að undirbúa sölu á úkráinska miðjumanninum Georgiy Sudakov (21) en Liverpool, Aston Villa, Arsenal og Manchester City hafa áhuga. (HITC)

Denzel Dumfries (27), varnarmaður Inter á Ítalíu, gæti verið skotmark Aston Villa og ítalska félagið myndi íhuga tilboð upp á meira en 30 milljónir evra (25,7 milljónir punda) í hollenska landsliðsmanninn. Samningur hans við Inter rennur út 2025. (Calciomercato)

Manchester United ætlar að láta tólf úr aðalliði sínu fara en það verður gríðarleg endurnýjun hjá félaginu í sumar. (FourFourTwo)

Þýski markvörðurinn Alexander Nubel (27) ætlar að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Bayern München sem mun fela í sér áframhaldandi lán hjá Stuttgart í annað tímabil. (Bild)

777 Partners, fjárfestingafyrirtækið sem reynir að ná yfirráðum yfir Everton, hefur ýtt til baka áætlunum sínum til að ljúka við samkomulagið þar sem það reynir að safna hundruðum milljóna punda til að fjármagna það. (Sky News)

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Sonia Bompastor, stjóri Lyon, verði næsti stjóri kvennaliðs Chelsea í sumar en hún tekur við af Emmu Hayes. Elísabet Gunnarsdóttir var orðuð við starfið. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner