Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   sun 11. maí 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við mjög 'professional'. Hefðum auðvitað getað klárað leikinn fyrr en mikilvægt að ná í þrjú stig," sagði Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur á KA í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Kristófer kom ekkert við sögu í dag en hann er að koma til baka hægt og rólega eftir að hafa fengið slæma sýkingu í kjölfar aðgerðar á báðum ökklum eftir síðasta tímabil. Hann stefndi að því að vera klár fyrir undirbúningstímabilið áður en sýkingin kom út.

„Hef líklegast verið með blöðru á tánni sem sýkingin hefur farið í gegnum, ég er ekki alveg viss hvernig ég fékk það, eitthvað mjög mikið óhapp sem tafði mig svolítið en maður er búinn að ná sér 100% núna, geggjað að vera kominn aftur á völlinn," sagði Kristófer.

„Ég horfði í rauninni á þetta sem meiðsli. Til að byrja með var þetta svolítið ógnvekjandi, maður vissi ekki hvað var að gerast. Maður tók þetta dag frá degi en sem betur fer er þetta búið að jafna sig mjög hratt og vel."

Hann er búinn að vera æfa vel og tilbúinn að spila sig í gang.

„Ég er búinn að vera æfa á fullu í þrjár vikur með liðinu. Maður er að koma sér í takt og byggja þetta upp með mínútum og tengja æfingar."

„Miðað við hvar maður var fyrir stuttu er maður mjög þakklátur og líst mjög vel á þetta," sagði Kristófer Ingi að lokum.
Athugasemdir