Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 11. júní 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Heiðdís tognaði aftan í læri - „Staðan er ekki góð"
Heiðdís Lillýardóttir í leik með Blikum
Heiðdís Lillýardóttir í leik með Blikum
Mynd: Hrefna Morthens
Heiðdís Lillýardóttir, varnarmaður Breiðabliks, gæti verið frá í einhvern tíma eftir að hún tognaði aftan í læri í 3-1 sigri liðsins á Þrótti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Heiðdís var á láni hjá portúgalska liðinu Benfica frá áramótum en snéri aftur fyrir tímabilið og hefur verið klettur í vörn Blikaliðsins, líkt og síðustu ár.

Blikar urðu þó fyrir áfalli á 11. mínútu í bikarleiknum í gær en þá meiddist hún aftan í læri og þurfti skiptingu.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, staðfesti svo við Fótbolta.net í gær að hún hafi tognað illa aftan í læri. Heiðdís gæti verið frá í 4 til 8 vikur.

„Staðan á henni er ekki nógu góð. Hún tognar illa aftan í læri, er að spretta til baka og ætlar að senda. Hún tognar frekar illa aftan í læri þannig það verður einhver tími," sagði Ásmundur í gær.
Ási Arnars: Mun betra liðið í fyrri hálfleiknum
Athugasemdir
banner