Leiknir tapaði naumlega 0-1 gegn Fjölni á Domusnovavellinum í kvöld. Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, var ánægður með framlag síns liðs en svekktur yfir niðurstöðunni.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 1 Fjölnir
„Það voru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Við vorum betri aðilinn stóran hluta af leiknum, við vorum mikið meira með boltann en náðum að finna markið sem við þurftum," sagði Óli Hrannar eftir leik.
Omar Sowe sóknarmaður Leiknis var ekki með í leiknum í kvöld og hans var saknað hjá heimamönnum.
„Það myndu öll lið sakna hans, í hvaða leik sem er. Það eru meiðsli að plaga hann svo við tókum enga áhættu með hann í dag. Hann fer í nánari skoðun á morgun og þá fáum við vonandi skýrari svör. Við gerum allt til að tjasla honum saman og henda honum inn á völlinn."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Óli meðal annars um markmið Leiknis út frá þessu, er það að halda sæti sínu eða er horft ofar?
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir