Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 11. ágúst 2020 17:34
Elvar Geir Magnússon
Southampton kaupir Walker-Peters (Staðfest)
Kyle Walker-Peters.
Kyle Walker-Peters.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur gengið frá kaupum á bakverðinum Kyle Walker-Peters frá Tottenham.

Þessi 23 ára leikmaður gerir fimm ára samning en hann kom til Southampton á lánssamningi í janúar.

Walker-Peters hefur lekið fyrir öll yngri landslið Englands en hann lék 24 leiki fyrir aðallið Tottenham.

Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, hefur þetta að segja:

„Það var ekki auðvelt fyrir Kyle þegar hann kom hingað. Hann þurfti tíma til að aðlagast leikstíl okkar. Svo kom þessi kafli þar sem við gátum ekki verið saman sem lið," segir Hasenhüttl.

„Þegar boltinn byrjaði aftur að rúlla sást hvað hann hafði unnið í líkamlega þættinum og einnig í leikskilningnum. Hann smellpassar í okkar leikstíl, hann er ungur, snjall og mjög góður á boltann. Hann hefur hraða og styrkir okkur í stöðu sem við vildum styrkja. Ég held að hann geti bætt sig enn frekar hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner