

„Það var góð nálgun og góður undirbúningur, þetta var 50/50 fyrri hálfleikur finnst mér. Við byrjuðum leikinn ekki vel en svo forum við að spila hærra á vellinum og fá nokkur góð tækifæri", sagði Alexandre þjálfari Hauka um 4-1 tap gegn HK í 14. umferð Lengjudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 4 - 1 Haukar
„Við leyfðum þeim að stjórna leiknum á miðjunni og þær komast í 1-0, við vorum ekki nógu góðar að vinna seinni boltann og ekki nógu góðar í að snúa vörn í sókn og í hálfleiknum reyndum við að skipuleggja liðið betur, reyndum að hvetja hvert annað en eftir góða byrjun í seinni hálfleiknum fá við á okkur mark úr horni og staðan er 2-0", bætti Alexandre við.
HK-ingar byrjuðu leikinn betur en Hauka konur sýndu góða spilamennsku á köflum.
"Eins og ég sagði byrjuðum við seinni hálfleikinn vel en að lenda 2-0 var erfitt en stelpurnar héldu áfram að berjast og við skorum mark en HK ingar vörðust frábærlega og síðustu 20 mínúturnar þurfum við að vera betri bæði varnarlega og sóknarlega og ég trúi og við trúum að munurinn sé ekki svo mikill, heldur séu þetta lítil smáatriði í báðum vítateigum og við verðum bara að standa upp og gera betur, öll sömul, æfa betur og undirbúa okkur fyrir næsta leik" sagði Alexandre
Haukar eru á botni Lengjudeildarinnar með 4 stig, 8 stigum frá öruggu sæti en Alexandre hefur trú á sínu liði og ætlar að berjast fyrir þeim stigum sem eftir eru í pottinum,
„Já, allan tíman. Við leggjum hart að okkur á öllum æfingum til að búa til marktækifæri og koma í veg fyrir að hin liðin búi til marktækifæri en auðvitað gera hin liðin það sama svo og við misstum stjórn á leiknum og en algjörlega við höfum trú og í hverjum einasta leik þá höfum við trú".
"Næstu leikir, já við förum og berjumst fyrir þremur stigum í öllum leikjum, algjörlega við tökum bara leik fyrir leik, æfingu fyrir æfingu og förum ‘mótiveraðar’ í að vinna og gefa allt".
Viðtalið má sjá í spilranum hér að ofan.