Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 11. ágúst 2022 22:57
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Alexandre: Við förum og berjumst fyrir þremur stigum í öllum leikjum
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Alexandre Fernandez Massot
Alexandre Fernandez Massot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var góð nálgun og góður undirbúningur, þetta var 50/50 fyrri hálfleikur finnst mér. Við byrjuðum leikinn ekki vel en svo forum við að spila hærra á vellinum og fá nokkur góð tækifæri", sagði Alexandre þjálfari Hauka um 4-1 tap gegn HK í 14. umferð Lengjudeild kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 4 -  1 Haukar

„Við leyfðum þeim að stjórna leiknum á miðjunni og þær komast í 1-0, við vorum ekki nógu góðar að vinna seinni boltann og ekki nógu góðar í að snúa vörn í sókn og í hálfleiknum reyndum við að skipuleggja liðið betur, reyndum að hvetja hvert annað en eftir góða byrjun í seinni hálfleiknum fá við á okkur mark úr horni og staðan er 2-0", bætti Alexandre við. 

HK-ingar byrjuðu leikinn betur en Hauka konur sýndu góða spilamennsku á köflum.

"Eins og ég sagði byrjuðum við seinni hálfleikinn vel en að lenda 2-0 var erfitt en stelpurnar héldu áfram að berjast og við skorum mark en HK ingar vörðust frábærlega og síðustu 20 mínúturnar þurfum við að vera betri bæði varnarlega og sóknarlega og ég trúi og við trúum að munurinn sé ekki svo mikill, heldur séu þetta lítil smáatriði í báðum vítateigum og við verðum bara að standa upp og gera betur, öll sömul, æfa betur og undirbúa okkur fyrir næsta leik" sagði Alexandre

Haukar eru á botni Lengjudeildarinnar með 4 stig, 8 stigum frá öruggu sæti en Alexandre hefur trú á sínu liði og ætlar að berjast fyrir þeim stigum sem eftir eru í pottinum, 

„Já, allan tíman. Við leggjum hart að okkur á öllum æfingum til að búa til marktækifæri og koma í veg fyrir að hin liðin búi til marktækifæri en auðvitað gera hin liðin það sama svo og við misstum stjórn á leiknum og en algjörlega við höfum trú og í hverjum einasta leik þá höfum við trú".

"Næstu leikir, já við förum og berjumst fyrir þremur stigum í öllum leikjum, algjörlega við tökum bara leik fyrir leik, æfingu fyrir æfingu og förum ‘mótiveraðar’ í að vinna og gefa allt".

Viðtalið má sjá í spilranum hér að ofan. 



Athugasemdir
banner