Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 11. ágúst 2022 22:57
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Alexandre: Við förum og berjumst fyrir þremur stigum í öllum leikjum
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Alexandre Fernandez Massot
Alexandre Fernandez Massot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var góð nálgun og góður undirbúningur, þetta var 50/50 fyrri hálfleikur finnst mér. Við byrjuðum leikinn ekki vel en svo forum við að spila hærra á vellinum og fá nokkur góð tækifæri", sagði Alexandre þjálfari Hauka um 4-1 tap gegn HK í 14. umferð Lengjudeild kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 4 -  1 Haukar

„Við leyfðum þeim að stjórna leiknum á miðjunni og þær komast í 1-0, við vorum ekki nógu góðar að vinna seinni boltann og ekki nógu góðar í að snúa vörn í sókn og í hálfleiknum reyndum við að skipuleggja liðið betur, reyndum að hvetja hvert annað en eftir góða byrjun í seinni hálfleiknum fá við á okkur mark úr horni og staðan er 2-0", bætti Alexandre við. 

HK-ingar byrjuðu leikinn betur en Hauka konur sýndu góða spilamennsku á köflum.

"Eins og ég sagði byrjuðum við seinni hálfleikinn vel en að lenda 2-0 var erfitt en stelpurnar héldu áfram að berjast og við skorum mark en HK ingar vörðust frábærlega og síðustu 20 mínúturnar þurfum við að vera betri bæði varnarlega og sóknarlega og ég trúi og við trúum að munurinn sé ekki svo mikill, heldur séu þetta lítil smáatriði í báðum vítateigum og við verðum bara að standa upp og gera betur, öll sömul, æfa betur og undirbúa okkur fyrir næsta leik" sagði Alexandre

Haukar eru á botni Lengjudeildarinnar með 4 stig, 8 stigum frá öruggu sæti en Alexandre hefur trú á sínu liði og ætlar að berjast fyrir þeim stigum sem eftir eru í pottinum, 

„Já, allan tíman. Við leggjum hart að okkur á öllum æfingum til að búa til marktækifæri og koma í veg fyrir að hin liðin búi til marktækifæri en auðvitað gera hin liðin það sama svo og við misstum stjórn á leiknum og en algjörlega við höfum trú og í hverjum einasta leik þá höfum við trú".

"Næstu leikir, já við förum og berjumst fyrir þremur stigum í öllum leikjum, algjörlega við tökum bara leik fyrir leik, æfingu fyrir æfingu og förum ‘mótiveraðar’ í að vinna og gefa allt".

Viðtalið má sjá í spilranum hér að ofan. 



Athugasemdir
banner