Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 11. ágúst 2022 21:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Mér finnst ekki muna miklu milli þessara liða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var gríðarlega vonsvikinn eftir að liðið hans tapaði 4-2 fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólurbikarsins í kvöld. Kórdrengir eru þar af leiðandi fallnir úr keppninni.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

„Við náttúrulega gefum þeim bara mörk, það var svona smá fókus leysi í stuttan tíma sem að þeir bara refsa okkur fyrir og við vitum það alveg þegar við erum að spila á móti svona gæða leikmönnum að ef það er fókus leysi þá er bara refsað. Leikur liðsins í heild sinni fannst mér vera góður en jú við hefðum mátt halda aðeins betur í boltan en við vorum ógnandi stöðugt fannst mér, sterkir í föstum leikatriðum og það sem við lögðum upp með fyrir leik fannst mér ganga að nokkru leiti bara vel fyrir utan eins og ég segi þetta hugsunar leysi. Varnarlega fannst mér við góðir, þeir opnuðu vörnina okkar aldrei en við gáfum þeim mörk í vörninni sem var hugsunar leysi og smá fókus leysi."

FH var mað boltan mest megnis allan leikinn og kannski náttúrulegt að lið í neðri deild leggi upp með að vera þéttir til baka og leyfa hinu liðinu að koma á þá.

„Nei það var kannski ekkert endilega planið, við höfum alveg gæði til þess að halda í boltan og hefðum mátt eins og ég sagði áðan gera það töluvert betur að halda betur í hann og við gerðum það mjög vel undir lok leiks en þá var kannski pressan aðeins farin og þess háttar en bara ósáttur með mörkin sem við gefum það er svona fyrst og fremst það sem ég tek út úr þessu en líka það að mér finnst ekki muna miklu milli þessara liða. Það er það sem mér finnst."

Þá er liðið dottið úr bikarnum og eiga ekki mikið að spila fyrir í deildinni hvað er þá spilað fyrir restina af tímabilinu?

„Við ætlum bara að spila fyrir stoltið og koma okkur ofar í töflunni, við eigum klárlega heima ofar í töflunni gæðalega séð. Eins og við sýndum í kvöld þá eigum við heima ofar í töflunni það er klárt mál."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner