Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   sun 11. ágúst 2024 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Arnór Smára: Þetta skiptir mig ótrúlega miklu máli
Sneri aftur í uppeldisfélagið haustið 2022 eftir tvö ár hjá Val og langan feril í atvinnumennsku erlendis.
Sneri aftur í uppeldisfélagið haustið 2022 eftir tvö ár hjá Val og langan feril í atvinnumennsku erlendis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór tók við fyrirliðabandinu hjá ÍA og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í deild þeirra bestu.
Arnór tók við fyrirliðabandinu hjá ÍA og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í deild þeirra bestu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki Inga Þórs Sigurðssonar á Greifavellinum.
Fagnar marki Inga Þórs Sigurðssonar á Greifavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
'Það er eitthvað innra með þér sem skiptir þig aðeins meira máli'
'Það er eitthvað innra með þér sem skiptir þig aðeins meira máli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tíminn frá því ég hef komið í ÍA hefur verið frábær. Ég er rosalega ánægður með þessa ákvörðun að hafa komið heim og hafa fengið að vera með í þessari uppgöngu hjá klúbbnum," segir Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net.

Fyrir helgi var greint frá því að Arnór yrði frá næstu vikurnar þar sem hann fór í aðgerð vegna kviðslits. Arnór segir að fram að meiðslunum hafi hann verið að fíla sig mjög vel.

Arnór, sem er 35 ára miðjumaður, ræddi um tímann frá komu sinni í ÍA í fyrra og það sem af er þessu tímabili.

„Við vorum í ekkert rosalega góðri stöðu þegar ég kem. Liðið var nýfallið úr efstu deild og við þurftum að stokka vel upp í liðinu."

„Jón Þór, stjórn, leikmenn og klúbburinn í heild sinni, þetta hefur allt tekist: plönin sem við vorum með hafa gengið eftir. Ég er rosalega ánægður með að vera partur af því að koma Skaganum aftur á kortið."


ÍA er í smá brekku þessa stundina. Liðið vann risasigur á HK en í kjölfarið hefur liðið spilað fjóra leiki án þess að vinna. Er hægt að horfa til baka og segja að leikurinn gegn HK hafi verið of góður?

„Nei, í rauninni ekki. Við vorum búnir að vera á góðu skriði og erum á þannig stað að við erum kannski aldrei að fara vinna alla leiki. Við erum ekki með það reynslumikið lið að við eigum að vinan alla leiki. Það munu koma leikir inn á milli í þessum fasa sem við erum í. Fylkisleikurinn var lélegur, tökum hann á okkur, en aðrir leikir þar á eftir hafa verið 50:50 leikir. Við vorum óheppnir að halda ekki út þegar við fáum mark á okkur í uppbótartíma gegn FH, erum yfir á móti Stjörnunni í seinni hálfleik og lélegt að klára það ekki líka, og svo fannst mér við klárlega að eiga vinna Vestra á erfiðum útivelli. Þeir hafa ekki unnið á vellinum ennþá, en það er alltaf erfitt að fara vestur."

„Þetta er alls engin krísa, en auðvitað þurfum við aðeins að bæta í aftur og fara tengja einhverja sigra aftur. Það er engin spurning. Mér finnst samt liðið vera á ágætis stað, erum í þessari baráttu."


ÍA kláraði síðasta tímabil einstaklega vel og vann Lengjudeildina eftir brösuga byrjun. Liðið er því nýliði í Bestu deildinni á þessu tímabili.

Sem fyrirliði liðsins, viltu koma með einhverja yfirlýsingu um að stefnan sé sett á Evrópusæti?

„Eins og staðan er núna þá er stefnan sett á að koma okkur í topp sex. Við erum í þannig baráttu, svo að sjálfsögðu stefnum við á það núna. Það er fyrsta markmið, svo tökum við annað markmið eftir það."

„Til að byrja með var markmið sumarsins að stabilisera klúbbinn í efstu deild. Við erum á mjög góðu róli þar og mjög ánægðir hvernig tímabilið er búið að vera fram að þessu."


Hefur eitthvað komið Arnóri á óvart á þessu ári, í efstu deild?

„Maður fann það strax í fyrra að það skiptir einhvern veginn allt aðeins meira máli þegar þú ert að spila fyrir uppeldisklúbbinn. Þú leggur þig allan fram fyrir öll lið sem þú spilar fyrir, en það er eitthvað innra með þér sem skiptir þig aðeins meira máli, sem er mjög eðlilegt held ég. Það eru forréttindi og ógeðslega gaman að spila fyrir ÍA. Þetta skiptir mig ótrúlega miklu máli. Maður er búinn að lifa fyrir þetta alla daga og öll kvöld; að hafa líkamann í standi og öll mál í kringum þetta allt saman. Þetta er bara gefandi og skemmtilegt," segir Arnór.

ÍA situr í 6. sæti Bestu deildarinnar sem stendur og á morgun mætir liðið Fram sem er liður í 18. umferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner