Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mið 11. september 2019 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Óskars: Sáum það allan tímann að við gætum farið upp
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Geggjuð tilfinning, geggjað að vera komnir upp ," sagði Pétur Óskarsson, fyrirliði Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

„Það kom smá stress í menn þegar þeir minnkuðu muninn en við vorum miklu betri í þessum leik og sýndum það, kláruðum leikinn 4-1."

Pétur átti góðan leik í framlínu leiksins ásamt Nikulási Inga Björnssyni og voru þeir bestu menn leiksins. Umræða myndaðist á meðan leik stóð af hverju Pétur væri ekki að spila í betri deild.

„Ég veit það ekki ég býð eftir símtali bara," sagði Pétur og hló.

„Ég fýla mig í Árbænum og á heima hérna, mjög næs að vera hér."

„Ég var í Huginn á Seyðisfirði í þrjú ár og á svo tímabil í Inkasso og 2. deildinni. Ég get alveg spilað á hærra plani en ég er farinn að eldast smá svo það er farið að verða svolítið seint."


Framundan er úrslitaleikur við Ægi en bæði lið eru komin upp í 3. deildina.

„Við höfum ekki tapað fyrir þeim og við stefnum á sigur í þeim leik."

Pétur var spurður að því í kjölfarið hvort og hvenær liðið hafi gert sér grein fyrir því að það gæti farið upp og væri eitt af betri liðum deildarinnar.

„Við höfum haft það á tilfinningunni allan tíman að við værum líklegir að fara upp. Við höfum verið betri í flestum leikjum sem við höfum spilað. Sáum það allan tímann að við værum eitt af betri liðunum í þessari deild,"

Pétur var að lokum spurður út í ummæli þjálfara Elliða, Jóns Aðalsteins Kristjánssonar, sem skaut á Pétur fyrir viðtalið að hann hefði ekki skorað í einvíginu.

„Ég skoraði, það var bara dæmt af," Pétur var svo spurður hvort hann hefði verið rangstæður: „Nei það held ég ekki," sagði Pétur að lokum.
Athugasemdir
banner