Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 11. september 2019 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Óskars: Sáum það allan tímann að við gætum farið upp
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Geggjuð tilfinning, geggjað að vera komnir upp ," sagði Pétur Óskarsson, fyrirliði Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

„Það kom smá stress í menn þegar þeir minnkuðu muninn en við vorum miklu betri í þessum leik og sýndum það, kláruðum leikinn 4-1."

Pétur átti góðan leik í framlínu leiksins ásamt Nikulási Inga Björnssyni og voru þeir bestu menn leiksins. Umræða myndaðist á meðan leik stóð af hverju Pétur væri ekki að spila í betri deild.

„Ég veit það ekki ég býð eftir símtali bara," sagði Pétur og hló.

„Ég fýla mig í Árbænum og á heima hérna, mjög næs að vera hér."

„Ég var í Huginn á Seyðisfirði í þrjú ár og á svo tímabil í Inkasso og 2. deildinni. Ég get alveg spilað á hærra plani en ég er farinn að eldast smá svo það er farið að verða svolítið seint."


Framundan er úrslitaleikur við Ægi en bæði lið eru komin upp í 3. deildina.

„Við höfum ekki tapað fyrir þeim og við stefnum á sigur í þeim leik."

Pétur var spurður að því í kjölfarið hvort og hvenær liðið hafi gert sér grein fyrir því að það gæti farið upp og væri eitt af betri liðum deildarinnar.

„Við höfum haft það á tilfinningunni allan tíman að við værum líklegir að fara upp. Við höfum verið betri í flestum leikjum sem við höfum spilað. Sáum það allan tímann að við værum eitt af betri liðunum í þessari deild,"

Pétur var að lokum spurður út í ummæli þjálfara Elliða, Jóns Aðalsteins Kristjánssonar, sem skaut á Pétur fyrir viðtalið að hann hefði ekki skorað í einvíginu.

„Ég skoraði, það var bara dæmt af," Pétur var svo spurður hvort hann hefði verið rangstæður: „Nei það held ég ekki," sagði Pétur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner