Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. september 2022 13:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Byrjunarlið FH og ÍA: Lennon á bekkinn - Viktor mættur aftur
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor er mættur aftur í hóp hjá ÍA.
Viktor er mættur aftur í hóp hjá ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og ÍA eigast við í fallbaráttuslag í Bestu deildinni á eftir. Flautað verður til leiks klukkan 14:00, eins og í öllum hinum leikjum dagsins í deildinni.

Það munar einu stigi á liðunum fyrir þennan leik; FH er í tíunda sæti með 16 stig og ÍA er í ellefta sæti með 15 stig. Bæði lið eru búin að leika 20 leiki.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

FH gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá markalausa jafnteflinu gegn Leikni. Steven Lennon tekur sér sæti á bekknum og inn kemur Vuk Oskar Dimitrijevic.

ÍA gerði 4-4 jafntefli gegn KR í síðasta deildarleik. Frá þeim leik gerir Jón Þór Hauksson fjórar breytingar. Johannes Vall, Wout Droste, Benedikt V. Warén og Hlynur Sævar Jónsson koma inn í byrjunarliðið. Þá er Viktor Jónsson mættur á bekkinn eftir að hafa verið meiddur í allt sumar.

Byrjunarlið FH:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Oliver Heiðarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
5. Wout Droste
10. Steinar Þorsteinsson (f)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Benedikt V. Warén
24. Hlynur Sævar Jónsson

Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner