Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. september 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danmörk: Stefán Teitur hafði betur gegn Mikael
Stefán Teitur Þórðarson
Stefán Teitur Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Silkeborg og AGF áttust við í Íslendingaslag í efstu deildinni í Dannmörku í dag.


Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg og Mikael Neville Andersson var í byrjunarliði AGF. Liðin voru jöfn að stigum í 4-5. sæti fyrir leikinn.

Silkeborg komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik en AGF var sterkari aðilinn í leiknum en tókst þó ekki að jafna metin og þar við sat.

Mikael var tekinn af velli þegar skammt var eftir af leiknum en Stefán Teitur lék allan leikinn fyrir Silkeborg sem er nú komið í 3. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 9 umferðir. AGF er í 5. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner