Tímabilinu er lokið hjá bakverðinum Þorra Mar Þórissyni vegna meiðsla.
Þessi 25 ára gamli leikmaður Öster í Svíþjóð hefur ekkert spilað með liðinu síðan í byrjun ágúst en hann geggst undir aðgerð og verður fjarverandi næstu tvo mánuðina en tímabilinu lýkur í byrjun nóvember.
Öster er í 5. sæti næst efstu deildar og er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Liðið gerði 2-2 jafntefli geegn Sandviken í síðustu umferð een Sandviken er í 4. sæti deildarinnar stigi á undan Öster.
Þorri kom við sögu í 11 leikjum á síðustu leiktíð og jafnmörgum leikjum á þessari leiktíð hjá Öster.
Þorri Mar gekk til liðs við Öster síðasta sumar frá KA en hann skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Hann er uppalinn á Dalvík en gekk til liðs við KA árið 2019.