Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. október 2020 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: England lagði Belgíu - Haaland með þrennu gegn Rúmeníu
Vinirnir Mason Mount og Declan Rice. Mount skoraði sigurmark Englands.
Vinirnir Mason Mount og Declan Rice. Mount skoraði sigurmark Englands.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Það er mikill fjöldi af leikjum búinn í Þjóðadeildinni í dag. Í riðli okkar Íslendinga höfðu Englendingar betur gegn Belgíu á Wembley.

Romelu Lukaku kom Belgíu yfir úr vítaspyrnu á 16. mínútu en seint í seinni hálfleiknum jafnaði hinn góðhjartaði Marcus Rashford af vítapunktinum fyrir England.

Um miðbik seinni hálfleiks skoraði Mason Mount og kom Englandi yfir og það reyndist sigurmarkið í leiknum. Belgar náðu ekki að svara og eru Englendingar núna á toppi riðilsins með sjö stig. Belgía er með sex stig.

Ísland og Danmörk mætast á eftir. Ísland er án stiga og Danmörk er með eitt stig. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli.

Í hinum tveimur leikjunum sem eru búnir í A-deild, gerðu Bosnía og Holland markalaust jafntefli, og Króatía lagði Svíþjóð að velli. Holland er í öðru sæti í riðli 1 með fjögur stig og Bosnía er á botninum með tvö stig. Í riðli þrjú er Króatía í þriðja sæti með þrjú stig og Svíar án stiga.

Í B-deild vann Noregur stórsigur á Rúmenum. Bæði þessi lið duttu út úr umspilinu fyrir EM í síðustu viku - Rúmenía gegn okkur Íslendingum. Erling Braut Haaland skoraði þrennu fyrir Norðmenn sem eru komnir upp fyrir Rúmeníu á toppi riðils 1 í B-deild. Noregur er með sex stig og Rúmenía fjögur.

Hér að neðan má sjá öll úrslit í leikjunum sem voru að klárast.

A-deild:
Bosnía 0 - 0 Holland

England 2 - 1 Belgía
0-1 Romelu Lukaku ('16 , víti)
1-1 Marcus Rashford ('39 , víti)
2-1 Mason Mount ('64 )

Króatía 2 - 1 Svíþjóð
1-0 Nikola Vlasic ('32 )
1-1 Marcus Berg ('66 )
2-1 Andrej Kramaric ('84 )

B-deild:
Norway 4 - 0 Romania
1-0 Erling Haland ('13 )
2-0 Alexander Sorloth ('39 )
3-0 Erling Haland ('64 )
4-0 Erling Haland ('74 )

Finland 2 - 0 Bulgaria
1-0 Robert Taylor ('52 )
2-0 Fredrik Jensen ('67 )

C-deild:
Kasakstan 0 - 0 Albanía

Armenía 2 - 2 Georgía
1-0 Khoren Bayramyan ('6 )
1-1 Nika Katcharava ('46 )
1-2 Tornike Okriashvili ('74 )
2-2 Henrikh Mkhitaryan ('89 , víti)

Eistland 3 - 3 Norður-Makedónía
0-1 Marten Kuusk ('3 , sjálfsmark)
1-1 Rauno Sappinen ('33 )
2-1 Rauno Sappinen ('61 )
3-1 Frank Liivak ('76 , víti)
3-2 Goran Pandev ('80 )
3-3 Gjoko Zajkov ('88 )

Litháen 2 - 2 Hvíta-Rússland
1-0 Arvydas Novikovas ('7 )
1-1 Vitali Lisakovich ('59 , víti)
1-2 Aleksandr Sachivko ('66 )
2-2 Karolis Laukzemis ('75 )

Önnur úrslit:
Þjóðadeildin: Írland og Wales gerðu markalaust jafntefli
Athugasemdir
banner
banner
banner