Daði Berg Jónsson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2027, en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.
Daði er 18 ára gamall og er á öðru tímabili sínu með meistaraflokki Víkings, en hann hefur farið mikinn í síðustu leikjum .
Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Stjörnunni í 2-2 jafnteflinu í síðasta leik. Óskar Örn Hauksson átti skot sem fór af Daða og í netið, sem tryggði liðinu hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Breiðabliki.
Daði hefur nú framlengt samning sinn við Víking til 2027.
„Með þessum samning bætist Daði í hóp ungra leikmanna sem hafa haft hugrekkið til að koma og grípa sénsinn þegar hann býðst sem er einmitt partur af kjarnastefnu félagsins,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, eftir undirskrift Daða.
Daði kom til Víkings frá Fram árið 2022 og hefur skorað tvö mörk í ellefu leikjum sínum í deild- og bikar með Víkingum.
Athugasemdir