Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   fös 11. október 2024 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel að taka við enska landsliðinu?
Mynd: EPA
Thomas Tuchel er í viðræðum um að taka við enska landsliðinu en þetta segir þýski blaðamaðurinn Christian Falk.

Þessar fregnir koma aðeins sólarhring eftir að England tapaði óvænt fyrir Grikklandi, 2-1, í Þjóðadeildinni á Wembley í gær.

Lee Carsley er að þjálfa liðið til bráðabirgða en hann mun stýra liðinu í þessu verkefni og í nóvember áður en enska fótboltsambandið mun taka ákvörðun um framtíðina.

Líklegast mun Carsley halda áfram að þjálfa U21 árs landsliðið, en samkvæmt Falk er fótboltasambandið í viðræðum við Thomas Tuchel.

Tuchel var síðast að þjálfa Bayern München í heimalandinu en hætti eftir síðasta tímabil. Hann var áður með Chelsea, Borussia Dortmund, Paris Saint-Germain og Mainz.
Athugasemdir
banner
banner