Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 11. nóvember 2014 15:00
Jóhann Ólafsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fíknin mín
Af studentabladid.com
Jóhann Ólafsson
Jóhann Ólafsson
KR-völlurinn.
KR-völlurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
White Hart Lane, heimavöllur Tottenham.
White Hart Lane, heimavöllur Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það var fallegt sumarkvöld. Ég lá í sófanum og horfði á HM í fótbolta. “Ætlarðu að horfa á alla leikina?” spurði betri helmingurinn. Mér fannst spurningin fáránleg. “Ætlum við ekki að gera neitt saman?” hélt hún áfram. Ég svaraði að hún gæti auðvitað horft á leikinn með mér. Bætti svo við að það væri stutt síðan við gerðum eitthvað saman. Reyndar mundi ég ekki nákvæmlega hvað það var en það er önnur saga.

Aðstæður sem þessar eru ekki einsdæmi á mínu heimili. Kannski er það skiljanlegt þegar annar sambýlingurinn er fótboltafíkill og hinn veit ekki hver Þormóður Egilsson er.

Ef ég er ekki að tala við sjálfan mig um leikinn sem ég var að horfa á er ég að hugsa um næsta leik sem ég fer á eða rökræða við tölvuna um eitthvað sem gerðist í síðasta leik. Maður verður að tala um leikinn þegar honum lýkur og ekki get ég talað um hann við sambýlinginn. Veggurinn heldur uppi betri samræðum um fótbolta

Ég held með tveimur liðum. Annað liðið er stórveldi sem berst um bikara og á að geta unnið hvaða lið sem það keppir við. Þetta er KR. Að fara á KR völlinn, upplifa stemninguna og fagna sigrum er frábært. Oftast geng ég brosandi heim eftir leik í Frostaskjólinu. Hitt liðið er algjört meðallið sem mér finnst að geti tapað fyrir flestum og hefur einungis unnið tvo bikara síðan ég fæddist. Þetta er Tottenham. Að horfa á Tottenham spila kostar oft grátur og gnístran tanna. Þar af leiðandi finnst mér mun skemmtilegra að fylgjast með íslenska boltanum en boltasparki erlendis. Þess vegna getur eflaust tekið á að búa með mér á sumrin. Sérstaklega eins og síðasta sumar þegar stórmót í knattspyrnu bætist við hið venjulega áhorf. Þann mánuð sem heimsmeistaramótið stóð yfir horfði ég á nánast alla leikina og fór einnig á flesta leiki KR.

Það er því ekki að ástæðulausu sem vor og sumur eru bestu tímar ársins. Sólin er hátt á lofti, veðrið er gott og KR vinnur leiki. Reyndar kemur fyrir að veðrið og sigrarnir skili sér ekki að fullu en það er undantekning. Ég get vel ímyndað mér að það sé nánast óþolandi að búa með mér stundum. Af svipuðum ástæðum er síðasta umferð Íslandsmótsins versti tími ársins. Ekki nóg með að skammdegið og vonda veðrið séu framundan næsta hálfa árið heldur er líka hálft ár í að ég geti hætt að gnístra tönnum og rölt aftur á leik í Frostaskjólinu.

Það er gott að halda með góðu liði. Á sumrin kem ég yfirleitt brosandi heim eftir leik og segi veggnum frá því hversu frábær leikurinn hafi verið. Veturnir geta verið önnur saga. Þá reyni ég stundum að skalla vegginn. En fíknin gæti verið verri en fótbolti. Ég gæti verið háður eiturlyfjum, ofbeldismaður eða eins og einhver sagði við mig um daginn: “forfallinn hnífaáhugamaður.” Eða það sem væri verst. Ég gæti verið Valsari.

Pistillinn birtist upphaflega í stúdentablaðinu
Athugasemdir
banner