Rúben Amorim er í flugi á leið til Manchester en hann og fimm aðstoðarmenn hans munu lenda í borginni fyrir klukkan 14 að íslenskum tíma.
Amorim og hans teymi; Carlos Fernandes, Adelio Candido, Paulo Barreira, Emanuel Ferro og Jorge Vital, eru um borð í einkaþotu sem lagði af stað frá Portúgal.
Amorim og hans teymi; Carlos Fernandes, Adelio Candido, Paulo Barreira, Emanuel Ferro og Jorge Vital, eru um borð í einkaþotu sem lagði af stað frá Portúgal.
Amorim kvaddi Sporting með glæsibrag en liðið kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og vann Braga 4-2 í gær.
Þessi 39 ára stjóri einbeitir sér nú að Manchester United og á meðal annars eftir að ræða við Ruud van Nistelrooy. Ekki er vitað hvort hann verði í teyminu hjá honum.
Fernandes, Candido og Ferro verða þjálfarar í teyminu, Vital er reynslumikill markvarðaþjálfari og Paulo Barreira er íþróttafræðingur. Vital er 63 ára en sá yngsti af þeim er Candido sem er 28 ára og er sagður mikill húmoristi sem nái gríðarlega vel til leikmanna.
Ruben Amorim de partida para Manchester.
— Sporting CP Adeptos ???? (@Sporting_CPAdep) November 11, 2024
Carlos Fernandes, Adélio, Nuno Barreira, Emanuel Ferro e Vital vão no avião com o Mister. pic.twitter.com/FXGaf60rxu
Athugasemdir