West Ham vann í dag 3-0 sigur á Southampton í 3. umferð deildabikarsins og er West Ham með sigrinum komið í 8-liða úrslit keppninnar.
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham og fékk tækifæri á 39. mínútu til að koma heimakonum yfir. West Ham fékk vítaspyrnu en Dagný brást bogalistin, skaut boltanum yfir mark Southampton.
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham og fékk tækifæri á 39. mínútu til að koma heimakonum yfir. West Ham fékk vítaspyrnu en Dagný brást bogalistin, skaut boltanum yfir mark Southampton.
Markalaust var í leikhléi en eftir klukkutíma leik kom Shelina Zadorsky West Ham yfir. Á 76. mínútu tvöfaldaði Riko Ueki forskot West Ham.
Það var svo Dagný sem skoraði þriðja mark West Ham í uppbótartíma með skoti af stuttu færi, hennar fyrsta mark á tímabilinu. Leikurinn var sá ellefti hjá Dagnýju eftir að hún sneri aftur á völinn en hún eignaðist sitt annað barn fyrr á þessu ári.
West Ham vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og er því á leið í 8-liða úrslit. Liðin í Meistaradeildinni; Chelsea, Arsenal og Manchester City sátu hjá í riðlakeppninni.
Athugasemdir