Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. janúar 2020 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Frábær byrjun Juventus dugði gegn Roma
Cristiano Ronaldo skoraði sjötta deildarleikinn í röð
Cristiano Ronaldo skoraði sjötta deildarleikinn í röð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ítalska meistaraliðið Juventus lagði Roma að velli, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í kvöld en leikurinn fór fram í Róm. Heimamenn fengu mörg dauðafæri til að koma sér inn í leikinn en slök byrjun í leiknum varð þeim að falli.

Merih Demiral kom Juventus yfir á 3. mínútu eftir aukaspyrnu frá Miralem Pjanic. Demiral náði að pota boltanum inn og gestirnir komnir yfir.

Roma-menn voru enn sofandi þegar Pau Lopez ætlaði að senda á Jordan Veretout en hann bjóst ekki við sendingunni og barst boltinn því á Paulo Dybala. Veretout braut á Dybala innan teigs og vítaspyrna dæmd.

Cristiano Ronaldo steig á punktinn og skoraði. Sjötti deildarleikurinn í röð þar sem hann skorar. Stuttu síðar var Lorenzo Pellegrini nálægt því að minnka muninn en Adrien Rabiot rétt náði að koma í veg fyrir mark á síðustu stundu.

Roma kom öflugt inn í síðari hálfleikinn en Edin Dzeko átti skot í stöng og þá bjargaði Alex Sandro á línu eftir skalla Cengiz Under en þegar VAR skoðaði það atvikið nánar þá var það ljóst að brasilíski bakvörðurinn handlék knöttinn.

Vítaspyrna dæmd og skoraði Diego Perotti úr henni. Aleksandr Kolarov fékk þá gullið tækifæri til að skora eftir aukaspyrnu Pellegrini en skalli hans fór beint á Wojciech Szczesny.

Lokatölur 2-1 fyrir Juventus og fara meistararnir á toppinn á nýjan leik með 48 stig, tveimur meira en Inter.

Roma 1 - 2 Juventus
0-1 Merih Demiral ('3 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('10 , víti)
1-2 Diego Perotti ('68 , víti)

Verona 2 - 1 Genoa
0-1 Antonio Sanabria
1-1 Valerio Verre (víti)
2-1 Mattia Zaccagni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner