fim 12. janúar 2023 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Marciano Aziz í HK (Staðfest)
Mynd: HK
HK hefur klófest belgíska framherjann Marciano Aziz frá Aftureldingu en hann skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið.

Aziz, sem er 21 árs gamall, samdi við Aftureldingu í sumarglugganum á síðasta ári og var einn besti maður deildarinnar í síðari hlutanum.

Hann skoraði 10 mörk í 10 leikjum er Afturelding hafnaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar.

Belginn mun nú halda vegferð sinni á Íslandi áfram en nú með öðru liði því hann skrifaði undir tveggja ára samning við HK í kvöld.

Aziz á fjóra landsleiki fyrir U17 ára landslið Belgíu og kemur til með að styrkja hóp HK-inga til muna.

HK tryggði sér sæti í Bestu deild karla á síðasta tímabili undir stjórn Ómars Inga Guðmundssonar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner