Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   fös 12. febrúar 2021 11:45
Elvar Geir Magnússon
Fabinho ekki með gegn Leicester
Fabinho verður ekki með Liverpool gegn Leicester í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Brasilíumaðurinn er að glíma við vöðvameiðsli og hefur ekki getað æft undanfarna daga.

Fabinho er miðjumaður en hefur leikið sem miðvörður í flestum leikjum tímabilsins vegna þeirra meiðsla sem hafa herjað á öftustu línu Liverpool.

Nýju varnarmenn Liverpool, Ozan Kabak og Ben Davies, gætu fengið tækifæri á morgun. Kabak, sem kom á láni frá Schalke, er talinn líklegri.

Naby Keita nálgast endurkomu eftir meiðsli að sögn Klopp og þá vonast hann til að Diogo Jota verði klár í slaginn að nýju eftir tvær til þrjár vikur.

Leikurinn á morgun verður á King Power vellinum en þessi lið eru í þriðja og fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Chelsea 21 8 8 5 34 23 +11 32
7 Man Utd 21 8 7 6 34 31 +3 31
8 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
9 Newcastle 21 8 5 8 29 26 +3 29
10 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
11 Fulham 21 8 5 8 29 30 -1 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Tottenham 21 7 7 7 30 26 +4 28
14 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
15 Leeds 21 6 7 8 28 34 -6 25
16 Bournemouth 21 5 9 7 33 40 -7 24
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 Burnley 21 4 3 14 21 39 -18 15
19 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner