Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 12. febrúar 2022 16:07
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Skrifaði undir og skoraði svo tvö mörk í sigri
Zandy Soree skoraði tvö fyrir Blika
Zandy Soree skoraði tvö fyrir Blika
Mynd: Breiðablik
Breiðablik 5 - 0 Tindastóll
1-0 Hildur Antonsdóttir ('1 )
2-0 Hildur Antonsdóttir ('22 )
3-0 Alexandra Soree ('37 )
4-0 Alexandra Soree ('53 )
5-0 Karitas Tómasdóttir ('57 )

Breiðablik vann Tindastól nokkuð örugglega, 5-0, í A-deild Lengjubikarsins á Kópavogsvelli í dag.

Hildur Antonsdóttir gerði fyrstu tvö mörk Blika, fyrra eftir tæpa mínútu og svo aftur tuttugu mínútum síðar.

Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree skrifaði undir nýjan samning við Blika í dag og framlengdi út tímabilið. Hún þakkaði svo fyrir sig og skoraði tvö mörk gegn Stólunum.

Karitas Tómasdóttir gerði svo fimmta og síðasta mark leiksins þegar rúmur hálftími var eftir.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubikarnum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner