Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 12. febrúar 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka: Gott próf fyrir bæði lið - Markmiðið að ná stöðugleika
Luka Jagacic.
Luka Jagacic.
Mynd: Heimasíða Reynis Sandgerði
„Heilt yfir fannst mér þetta góður leikur, hjá báðum liðum," sagði Luka Jagacic, þjálfari Reynis í Sandgerði, eftir 2-1 tap gegn Haukum í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins.

Sjá einnig:
Fótbolta.net mótið - C-deild: Haukar sigurvegarar mótsins

Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mikla yfirburði, en það var töluvert meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Sandgerðingar minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleik, en komust ekki lengra.

„Þeir byrjuðu betur fyrstu 25-30 mínúturnar og fengu betri færi. Eftir það, þá komumst við inn í leikinn og við vorum nálægt því að jafna metin í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta góður leikur og gott próf fyrir bæði lið."

Luka tók við Reyni eftir síðustu leiktíð. Hann er 31 árs gamall Króati sem kom hingað til lands árið 2013 og lék með bæði Selfoss og Njarðvík í 1. deildinni. Hann gekk til liðs við Reyni Sandgerði árið 2019 en var ekki með liðinu sama ár eftir að hafa rifið liðþófa. Luka tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins í kjölfarið og hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari Reynis til næstu tveggja ára.

Hann segir að það vanti nokkra leikmenn í hópinn en vonast til að hafa allan hópinn saman á næstu vikum.

„Við byggja á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Þú vilt alltaf komast hærra, en markmiðið er að ná stöðugleika og reyna að taka skref fram á við ef við getum. Við sjáum hvað gerist, við þurfum að leggja mikið á okkur."

Reynismenn höfnuðu í sjöunda sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir