Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   lau 12. febrúar 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka: Gott próf fyrir bæði lið - Markmiðið að ná stöðugleika
Luka Jagacic.
Luka Jagacic.
Mynd: Heimasíða Reynis Sandgerði
„Heilt yfir fannst mér þetta góður leikur, hjá báðum liðum," sagði Luka Jagacic, þjálfari Reynis í Sandgerði, eftir 2-1 tap gegn Haukum í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins.

Sjá einnig:
Fótbolta.net mótið - C-deild: Haukar sigurvegarar mótsins

Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mikla yfirburði, en það var töluvert meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Sandgerðingar minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleik, en komust ekki lengra.

„Þeir byrjuðu betur fyrstu 25-30 mínúturnar og fengu betri færi. Eftir það, þá komumst við inn í leikinn og við vorum nálægt því að jafna metin í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta góður leikur og gott próf fyrir bæði lið."

Luka tók við Reyni eftir síðustu leiktíð. Hann er 31 árs gamall Króati sem kom hingað til lands árið 2013 og lék með bæði Selfoss og Njarðvík í 1. deildinni. Hann gekk til liðs við Reyni Sandgerði árið 2019 en var ekki með liðinu sama ár eftir að hafa rifið liðþófa. Luka tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins í kjölfarið og hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari Reynis til næstu tveggja ára.

Hann segir að það vanti nokkra leikmenn í hópinn en vonast til að hafa allan hópinn saman á næstu vikum.

„Við byggja á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Þú vilt alltaf komast hærra, en markmiðið er að ná stöðugleika og reyna að taka skref fram á við ef við getum. Við sjáum hvað gerist, við þurfum að leggja mikið á okkur."

Reynismenn höfnuðu í sjöunda sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner