Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   lau 12. febrúar 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka: Gott próf fyrir bæði lið - Markmiðið að ná stöðugleika
Luka Jagacic.
Luka Jagacic.
Mynd: Heimasíða Reynis Sandgerði
„Heilt yfir fannst mér þetta góður leikur, hjá báðum liðum," sagði Luka Jagacic, þjálfari Reynis í Sandgerði, eftir 2-1 tap gegn Haukum í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins.

Sjá einnig:
Fótbolta.net mótið - C-deild: Haukar sigurvegarar mótsins

Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mikla yfirburði, en það var töluvert meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Sandgerðingar minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleik, en komust ekki lengra.

„Þeir byrjuðu betur fyrstu 25-30 mínúturnar og fengu betri færi. Eftir það, þá komumst við inn í leikinn og við vorum nálægt því að jafna metin í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta góður leikur og gott próf fyrir bæði lið."

Luka tók við Reyni eftir síðustu leiktíð. Hann er 31 árs gamall Króati sem kom hingað til lands árið 2013 og lék með bæði Selfoss og Njarðvík í 1. deildinni. Hann gekk til liðs við Reyni Sandgerði árið 2019 en var ekki með liðinu sama ár eftir að hafa rifið liðþófa. Luka tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins í kjölfarið og hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari Reynis til næstu tveggja ára.

Hann segir að það vanti nokkra leikmenn í hópinn en vonast til að hafa allan hópinn saman á næstu vikum.

„Við byggja á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Þú vilt alltaf komast hærra, en markmiðið er að ná stöðugleika og reyna að taka skref fram á við ef við getum. Við sjáum hvað gerist, við þurfum að leggja mikið á okkur."

Reynismenn höfnuðu í sjöunda sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner