Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 12. febrúar 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka: Gott próf fyrir bæði lið - Markmiðið að ná stöðugleika
Luka Jagacic.
Luka Jagacic.
Mynd: Heimasíða Reynis Sandgerði
„Heilt yfir fannst mér þetta góður leikur, hjá báðum liðum," sagði Luka Jagacic, þjálfari Reynis í Sandgerði, eftir 2-1 tap gegn Haukum í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins.

Sjá einnig:
Fótbolta.net mótið - C-deild: Haukar sigurvegarar mótsins

Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mikla yfirburði, en það var töluvert meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Sandgerðingar minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleik, en komust ekki lengra.

„Þeir byrjuðu betur fyrstu 25-30 mínúturnar og fengu betri færi. Eftir það, þá komumst við inn í leikinn og við vorum nálægt því að jafna metin í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta góður leikur og gott próf fyrir bæði lið."

Luka tók við Reyni eftir síðustu leiktíð. Hann er 31 árs gamall Króati sem kom hingað til lands árið 2013 og lék með bæði Selfoss og Njarðvík í 1. deildinni. Hann gekk til liðs við Reyni Sandgerði árið 2019 en var ekki með liðinu sama ár eftir að hafa rifið liðþófa. Luka tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins í kjölfarið og hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari Reynis til næstu tveggja ára.

Hann segir að það vanti nokkra leikmenn í hópinn en vonast til að hafa allan hópinn saman á næstu vikum.

„Við byggja á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Þú vilt alltaf komast hærra, en markmiðið er að ná stöðugleika og reyna að taka skref fram á við ef við getum. Við sjáum hvað gerist, við þurfum að leggja mikið á okkur."

Reynismenn höfnuðu í sjöunda sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner