Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
   lau 12. febrúar 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka: Gott próf fyrir bæði lið - Markmiðið að ná stöðugleika
Luka Jagacic.
Luka Jagacic.
Mynd: Heimasíða Reynis Sandgerði
„Heilt yfir fannst mér þetta góður leikur, hjá báðum liðum," sagði Luka Jagacic, þjálfari Reynis í Sandgerði, eftir 2-1 tap gegn Haukum í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins.

Sjá einnig:
Fótbolta.net mótið - C-deild: Haukar sigurvegarar mótsins

Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mikla yfirburði, en það var töluvert meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Sandgerðingar minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleik, en komust ekki lengra.

„Þeir byrjuðu betur fyrstu 25-30 mínúturnar og fengu betri færi. Eftir það, þá komumst við inn í leikinn og við vorum nálægt því að jafna metin í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta góður leikur og gott próf fyrir bæði lið."

Luka tók við Reyni eftir síðustu leiktíð. Hann er 31 árs gamall Króati sem kom hingað til lands árið 2013 og lék með bæði Selfoss og Njarðvík í 1. deildinni. Hann gekk til liðs við Reyni Sandgerði árið 2019 en var ekki með liðinu sama ár eftir að hafa rifið liðþófa. Luka tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins í kjölfarið og hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari Reynis til næstu tveggja ára.

Hann segir að það vanti nokkra leikmenn í hópinn en vonast til að hafa allan hópinn saman á næstu vikum.

„Við byggja á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Þú vilt alltaf komast hærra, en markmiðið er að ná stöðugleika og reyna að taka skref fram á við ef við getum. Við sjáum hvað gerist, við þurfum að leggja mikið á okkur."

Reynismenn höfnuðu í sjöunda sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner