Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 12. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt að fá skýr svör frá Esbjerg með Ísak Óla
Verða bræðurnir sameinaðir?
Verða bræðurnir sameinaðir?
Mynd: Keflavík
FH er að vonast til að Ísak Óli Ólafsson verði leikmaður félagsins áður en Íslandsmótið hefst í apríl.

Ísak, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn danska félaginu Esbjerg fram á sumarið. Esbjerg er í dönsku C-deildinni og stefnir hraðbyri upp í B-deildina en Ísak hafði ekki verið í mjög stóru hlutverki fyrir vetrarfrí í deildinni.

Ísak spilaði síðast hér á landi með Keflavík sumarið 2021 en FH vonast til að landa honum áður en Besta deildin hefst.

„Staðan er bara þannig að við erum að vinna í því að reyna að fá hann fyrir tímabilið. Staðan hjá Esbjerg er skrítin. Þeir eru í þriðju efstu deild í Danmörku og það hefur verið ströggl á þeim undanfarin ár. Eftir því sem ég best veit núna þá eru þeir í nokkurs konar greiðslustöðvun. Það er mjög erfitt að fá skýr svör varðandi það sem ég hef verið að senda á þá. En það er bara í vinnslu," sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net.

„Við erum að reyna að gera það sem við getum til að klára þetta áður en mótið byrjar."

„Ég er alveg vongóður en það er bara spurning hvenær þetta tekst. Þetta gæti gerst í vikunni eða dregist eitthvað fram í mars. Í versta falli dregst þetta fram á sumar. Ég er vongóður um að við náum að klára þetta fyrir mótið."

Ísak er yngri bróðir Sindra Kristins sem er markvörður FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner