Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mið 06. mars 2024 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það yrði draumur ef Ísak myndi fara með FH í æfingaferðina
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vonast til að landa einum miðverði áður en Íslandsmótið byrjar eftir mánuð.

Hann segir frá þessu í samtali við 433.is og nefnir þar Ísak Óla Ólafsson. Hann er yngri bróðir Sindra Kristins sem er markvörður FH.

Ísak, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn danska félaginu Esbjerg fram á sumarið. Esbjerg er í dönsku C-deildinni og stefnir hraðbyri upp í B-deildina en Ísak hafði ekki verið í mjög stóru hlutverki fyrir vetrarfrí í deildinni.

„Við erum að reyna að fá einn hafsent í viðbót og ég er að vona að það gangi eftir fljótlega," segir Heimir.

„Við höfum verið í sambandi við Ísak og ég er að vona að það geti eitthvað gerst í því í þessari viku eða í byrjun næstu viku. Það væri algjör draumur ef hann gæti komið með okkur í æfingaferðina á föstudaginn. Þá erum við mjög ánægðir með leikmannahópinn okkar."

Ísak spilaði síðast hér á landi með Keflavík sumarið 2021.
Athugasemdir
banner