Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   þri 12. apríl 2016 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Grétar Sigfinnur: Menn finna blóðbragðið
Grétar Sigfinnur í leik með Stjörnunni í vetur.
Grétar Sigfinnur í leik með Stjörnunni í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reyndi Grétar Sigfinnur Sigurðarson gekk í raðir Stjörnunnar í vetur eftir sigursæl ár hjá KR. Grétar kom í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu á laugardag síðasta laugardag og má heyra viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

Grétar berst ásamt Daníel Laxdal og Brynjari Gauta Guðjónssyni um miðvarðastöðurnar tvær í Garðabænum.

„Þessir tveir miðverðir sem maður er að berjast við eru virkilega flottir. Daníel Laxdal hefur reyndar verið meiddur í allan vetur en er að koma til baka og það er fyrst núna sem það er að verða til samkeppni milli okkar þriggja," segir Grétar.

Talsvert hefur verið um meiðsli hjá Stjörnuliðinu í vetur og segir Grétar að ekki hafi verið eins mikil samkeppni innan liðsins í vetur og þeir hafi viljað.

„Það er samt að rætast úr því núna og vonandi verða allir heilir fyrir mótið."

Viljum berjast um titla
Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar 2014 gekk titilvörn Stjörnunnar illa í fyrra og liðið gerði aldrei tilkall til að taka bikarinn aftur.

„Það virtist eins og menn hafi tekið hlutunum sem gefnum. Mér finnst það skína í gegn hjá öllum núna að það sé blóðbragð og menn ákveðnir í að láta þetta ekki koma fyrir aftur. Menn eru komnir niður á jörðina og allir vilja sanna sig. Ég vil líka sanna mig eins og aðrir Stjörnumenn. Það er blóðbragð af því að vinna titil. Við erum líka með það góðan hóp og viljum vera að berjast um þessa titla."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar fer Grétar yfir eftirminnilega hluti á ferlinum.
Athugasemdir
banner