Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 12. apríl 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Fáránlegur vítaspyrnudómur í West Bromwich
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion tók á móti botnliði Rotherham í ensku Championship deildinni í vikunni og vann 2-0 sigur.

Staðan var 1-0 þegar John Swift tvöfaldaði forystu West Brom með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé, en vítaspyrnudómurinn hefur vakið mikla athygli með fótboltaáhugafólks.

Það er ekki notast við VAR kerfið í Championship deildinni og kom það í bakið á Geoff Eltringham dómara, sem gerðist sekur um augljós og afar slæm mistök þegar hann dæmdi vítaspyrnuna undir lok fyrri hálfleiks.

Hann flautaði vítaspyrnu fyrir hendi innan teigs, en varnarmaður Rotherham stóð augljóslega fyrir utan vítateiginn þegar atvikið átti sér stað.

West Brom vs Rotherham - penalty given for handball outside the box
byu/ShunningResumed insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner