Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 19:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe á sjúkrahúsi og verður ekki á hliðarlínunni gegn Man Utd
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið fær Man Utd í heimsókn á morgun vegna veikinda.

Newcastle sendi frá sér yfirlýsingu og þar kemur fram að hann sé búinn að berjast við veikindi undanfarna daga og hafi gist á spítala þar sem hann fór í rannsóknir.

„Hann er með meðvitund og talar við fjölskylduna sína og fær áfram hjálp frá sérfræðingum," segir í yfirlýsingunni.

„Allir hjá Newcastle óska honum alls hins besta, við munum uppfæra stöðuna í nánustu framtíð."


Athugasemdir