Dagur Örn Fjeldsted átti að koma við sögu í seinni hálfleik á leik FH og Vals en liðin mættust á Kaplakrikavelli í gær. Dagur er nýkominn til FH á láni frá Breiðabliki og er FH með forkaupsrétt á U21 landsliðsmanninum.
Það fór þó þannig að Dagur kom ekki við sögu í leiknum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, útskýrði hvers vegna í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn. Er hann bara að komast inn í hlutina hjá ykkur? spurði Anton Freyr Jónsson.
Það fór þó þannig að Dagur kom ekki við sögu í leiknum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, útskýrði hvers vegna í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn. Er hann bara að komast inn í hlutina hjá ykkur? spurði Anton Freyr Jónsson.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Valur
„Ég ætlaði að setja hann inn á, ætlaði að taka Bjössa af velli, setja Dag inn á og færa Sigga (Sigurð Bjart Hallsson) í tíuna. En Tommi (Tómas Orri Róbertsson), ungur strákur, fékk einhvern krampa þannig ég þurfti að taka hann af velli," sagði Heimir og glotti.
Tómas Orri fór af velli á 82. mínútu og inn kom miðjumaðurinn, reynsluboltinn, Einar Karl Ingvarsson)
Gunnlaugur Jónsson ræddi við fyrirliðann Björn Daníel Sverrisson á Stöð 2 Sport eftir leikinn.
„Ég er alveg búinn á því, ég var alltaf að bíða eftir því að Heimir myndi taka mig út af, en svo var hann alltaf að taka þessa 20 ára gömlu stráka út af. Hann var farinn að leyfa mér að vera bara frammi í lokin sem var fínt. Ég hef viku til að verða klár," sagði Bjössi léttur.
Næsti leikur FH verður gegn Víkingi á Víkingsvelli næsta sunnudag.
Athugasemdir