Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joao Felix í brasilíska boltann?
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brasilíska félagið Flamengo er að vonast til þess að geta krækt í Joao Felix áður en HM félagsliða fer af stað í sumar.

Flamengo ætlar að styrkja liðið sitt fyrir mótið og er einnig að reyna að fá Jorginho frá Arsenal.

Árið 2019 þótti Joao Felix einn mest spennandi leikmaður í heimi. Hann hafði þá slegið í gegn með Benfica í heimalandinu.

Hann var í kjölfarið keyptur til Atletico Madrid á metfé, en þar átti hann erfitt uppdráttar. Hann hefur svo líka ekki fundið sig hjá AC Milan, Barcelona og Chelsea.

Felix er samningsbundinn Chelsea en hann er þessa stundina á láni hjá AC Milan þar sem hann hefur ekki heillað mikið.

Flamengo ætlar að reyna að fá Felix á láni en uppeldisfélag hans, Benfica, hefur líka sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner