Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 17:25
Brynjar Ingi Erluson
Jason skoraði fallegt mark í grátlegu jafntefli - Davíð Snær lagði upp í bikarnum
Jason Daði skoraði fimmta mark sitt fyrir Grimsby
Jason Daði skoraði fimmta mark sitt fyrir Grimsby
Mynd: Grimsby
Davíð Snær Jóhannsson lagði upp í sigri Álasunds
Davíð Snær Jóhannsson lagði upp í sigri Álasunds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Álasunds, Ham/Kam og Sogndal eru öll komin áfram í 2. umferð norska bikarsins eftir góða sigra í dag.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Ham/Kam sem vann Lillehammer, 2-0, á útivelli.

Vængbakvörðurinn fór af velli þegar lítið var eftir af leiknum á meðan Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður.

Davíð Snær Jóhannsson lagði upp þriðja mark Álasunds í 3-0 sigri á Rollon.

Benjamin Fjeldsted Sveinsson var í liði Rollon í leiknum, en hann lék með yngri flokkum Njarðvíkur hér á landi áður en hann flutti til Noregs. Þar spilaði hann með unglingaliðum Álasunds en leikið síðustu ár í neðri deildunum.

Óskar Borgþórsson byrjaði hjá Sogndal sem vann Volda TI, 2-1, en honum var skipt af velli í síðari hálfleiknum,

Jason Daði Svanþórsson var á skotskónum með Grimsby Town sem gerði 2-2 jafntefli við Harrogate í ensku D-deildinni.

Mosfellingurinn spilaði sem vængbakvörður og skoraði annað mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Fyrsta mark hans síðan í lok desember og fimmta í öllum keppnum.

Grimsby fór illa að ráði sínu á lokamínútunum, fékk tvö mörk í andlitið og urðu lokatölur 2-2. Grimsby tapaði þarna tveimur dýrmætum stigum í umspilsbaráttunni.

Liðið er í 7. sæti sem er síðasta sætið sem gefur þáttökurétt í umspilið en aðeins stigi fyrir ofan næsta lið þegar fjórir leikir eru eftir.

Lærisveinar Jóhannesar Karls Guðjónssonar í AB töpuðu fyrir Aarhus Fremad, 3-1, í dönsku C-deildinni.

Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson byrjuðu báðir hjá AB en Ægir fór af velli snemma í þeim síðari. AB er í 6. sæti deildarinnar með 31 stig, þrettán stigum frá toppliði Aarhus Fremad.

Birkir Bjarnason spilaði síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli Brescia gegn Cosenza í ítölsku B-deildinni. Birkir og hans menn eru í 14. sæti með 35 stig og í fallbaráttu en það munar aðeins þremur stigum á Brescia og liðinu í næst neðsta sæti þegar fimm leikir eru eftir.

Danijel Dejan Djuric kom inn af bekknum hjá Istra sem tapaði fyrir Gorica, 3-2, í króatísku úrvalsdeildinni. Danijel hefur verið að fá sénsinn inn af bekknum á meðan Logi Hrafn var ónotaður varamaður sjöunda leikinn í röð.

Damir Muminovic lék allan leikinn í vörn DPMM sem gerði markalaust jafntefli við Lion City í úrvalsdeildinni í Singapúr. DPMM er í 7. sæti með 26 stig en Lion á toppnum.
Athugasemdir
banner